Íslenskur dómari hækkaður upp um flokk hjá UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2018 18:30 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Vísir/EPA Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Körfubolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er að gera góða hluti í alþjóðadómgæslunni en á dögunum fékk hann beinan vitnisburð um góða frammistöðu hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Vilhjálmur Alvar var þá hækkaður upp í annan flokk á UEFA lista dómara. Flokkarnir eru alls fjórir talsins eða elite, þrír, tveir og einn. Frábær frammistaða hans á lokakeppni EM U17 réði miklu um þessa „stöðuhækkun“ hans. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Vilhjálm því horft er til dómara í öllum aðildarlöndum FIFA þegar tekin er ákvörðun um hækkun um flokk og eru margir um hituna, en fáir útvaldir. Hækkun þýðir meira krefjandi leikir á alþjóðegum vettvangi svo það er ljóst að spennandi tímar eru framundan hjá Vilhjálmi. „Þetta mót er leiðin fyrir dómara sem koma ekki frá stóru þjóðunum að sýna hæfieika sína fyrir framan þá sem ráða dómaramálum innan UEFA. Þeir sem eru valdir á þetta mót eru dómarar sem hafa verið að standa sig vel í Evrópuverkefnum og UEFA vill skoða betur til þess að meta hvort þeir séu hæfir í að dæma í leikjum í Evrópudeildinni eða jafnvel Meistaradeildinni á næstu árum,“ segir Vilhjálmur í viðtali við heimasíðu KSÍ. „Það var mikill heiður að fá að dæma leika Englands og Ítalíu og hvað þá undanúrslitin milli Ítalíu og Belgíu. Báðir þessir leikir voru frábær upplifun, ekki síst vegna gæðanna hjá leikmönnunum og fannst manni oft ansi magnað að þetta eru bara 17 ára strákar,“ sagði Vilhjálmur. „Þessir leikir eru kannski ekki þeir stærstu sem ég hef dæmt en þeir voru klárlega þeir mikilvægustu á mínum ferli,“ sagði Vilhjálmur. „Markmiðin eru að koma sér upp um styrkleikaflokk innan UEFA og í kjölfarið komast í það að fá verkefni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Þetta eru raunhæf markmið ef ég held áfram á þeirri braut sem ég er á,“ sagði Vilhjálmur og bætti við: „Ég vona að á næstunni munum við sjáum íslenskan dómara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, hvort sem það verður ég, Þorvaldur eða einhver annar. Það er fyrsta skrefið að einhverju meiru,“ sagði Vilhjálmur en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn Hefur aldrei hlegið jafnmikið og að horfa á Nablann Körfubolti „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira