Þegar Jordan ákvað að niðurlægja Clyde Drexler Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. júní 2018 22:45 Drexler reynir hér að stöðva Jordan í rimmu liðanna. Það gekk ekkert allt of vel. vísir/getty Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var. NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Besti körfuboltamaður allra tíma, Michael Jordan, var einstakur keppnismaður og á því fékk Clyde Drexler að kenna fyrir 26 árum síðan. Jordan og félagar í Chicago Bulls voru þá í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar gegn Portland Trail Blazers. Jordan mætti óeðlilega grimmur til leiks því fjölmargir voru að halda því fram að stjarna Portland, Clyde Drexler, væri á sama plani og Jordan. Það fór ekki vel í Jordan sem ákvað að láta Drexler finna fyrir því og sýna heiminum að hann væri langt frá því að vera í sama klassa. „Þetta var mjög persónulegt fyrir Jordan. Fullkomin áskorun fyrir mann sem þurfti stanslaust á áskorunum að halda. Hann setti sér það markmið að bæði slátra Portland og Drexler,“ skrifaði David Halberstam í bók sinni um Jordan.On This Date: ¯\_(ツ)_/¯ pic.twitter.com/CVveiXZffL — ESPN (@espn) June 3, 2018 Danny Ainge var leikmaður Portland á þessum tíma og hann segir að það sé ómannlegt sem hafi átt sér stað í þessari rimmu. „Drexler byrjaði á því að gefa honum frítt skot fyrir utan og Michael setti því sex þrista í röð í andlitið á honum,“ sagði Ainge en fagnið eftir sjötta þristinn er ógleymanlegt og má sjá hér að ofan. Ainge sagðist hafa upplifað að óvild Jordan í garð Drexler hefði verið persónuleg. Jordan leyfði Drexler varla að snerta boltann í sókninni. „Það var eins og Jordan hefði tekið öllum blaðaskrifunum sem persónulegri móðgun. Þetta var eins og að fylgjast með morðingja á vellinum. Leyniskytta sem kemur til þess að drepa þig og rífur svo úr þér hjartað.“ Bulls var miklu betra liðið og vann seríuna í sex leikjum. Það var þó ekki nóg því um sumarið fór Draumaliðið í fyrsta sinn á Ólympíuleikana fyrir Bandaríkin. Þar hélt Jordan áfram að gera Drexler lífið leitt með stanslausu ruslatali um að Drexler gæti ekki stöðvað hann. Á endanum urðu aðrir leikmenn að biðja Jordan um að hætta að snúa hnífnum í sári Drexler. Hann varð við því en á öllum æfingum er hann spilaði vörn gegn Drexler lagði hann sig meira fram en venjulega á æfingunum. Jordan gat ekki hætt að sýna Drexler að hann væri miklu betri leikmaður sem hann vissulega var.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira