Veiðigjöld og trúverðugleiki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2018 10:00 Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Sjávarútvegur Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun