Hnattræn hlýnun teygir sig ofan í iður jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2018 11:00 Frá gosi í Grímsvötnum árið 2011. Eldstöðvar undir jöklum sem eru að rýrna vegna hnattrænnar hlýnunar gætu orðið virkari þegar léttir á þrýstingi íssins yfir þeim. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hröð bráðnun íslenskra jökla undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur ekki aðeins áhrif á yfirborðinu heldur hefur hún breytt aðstæðum í jarðskorpunni. Einn af mögulegum fylgifiskum loftslagsbreytinga sem vísindamenn fylgjast með er hætta á tíðari eldgosum sem gæti fylgt hopi jöklanna. Áætlað hefur verið að Vatnajökull vegi um þrjú þúsund milljarða tonna. Þungi hans og annarra jökla er svo mikill að hann þrýstir jarðskorpunni undir þeim þannig að hún sígur. Þegar jöklarnir bráðna og skreppa saman léttir þannig á farginu og landið undir þeim rís. Á þennan hátt er því spáð að sjávarstaðan við suðaustanvert Ísland lækki á þessari öld. Almennt verði fyrirséð hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar við Ísland mögulega aðeins þriðjungur af hnattrænu meðaltali. Slík hækkun hefði engu að síður veruleg áhrif í för með sér fyrir íslensk lágsvæði. Landrisið hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á sjávarstöðuna. Þegar losnar um fargið ofan af jöklunum getur kvikuframleiðsla neðarlega í jarðskorpunni aukist. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í byrjun maí kemur fram að áætlað er að kvikuframleiðsla hafi aukist um allt frá 0,014 rúmkílómetrum á ári upp í 0,21-0,23 rúmkílómetra vegna rýrnunar jökla. Sé miðað við að fjórðungur aukningarinnar nái upp á yfirborð samsvari þetta einu Eyjafjallajökulsgosi á sjö ára fresti. Skýrsluhöfundar telja eðlilegt að áhætta vegna hugsanlegrar aukningar eldgos sem tengist þynningu jökla verði metin í tengslum við heildaráhættumat vegna eldgosa á Íslandi sem unnið hafi verið að undanfarin ár. Meta áhrif landrisins á eldvirkni Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að heilmiklar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum eldgvirkni og fargbreytingum. „Það er vel þekkt að í lok síðustu ísaldar varð mjög mikil eldvirkni í kjölfarið af því að jöklarnir hurfu af Íslandi. Nú er spurningin hvort það geti gerst aftur þegar jöklarnir eru að minnka núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Aðstæðurnar nú eru þó ekki fyllilega sambærilegar við lok ísaldar. Jöklarnir nú séu mun minni en þeir voru þá og fargið því minna á jarðskorpunni. Unnið hefur verið að reiknilíkönum hjá Háskóla Íslands og víðar til að leggja mat á breytingarnar sem verða þegar jöklarnir hopa. Freysteinn segir að land rísi nú yfir þrjátíu millímetrum um mitt landið. Út frá þeim hreyfingum sem menn þekkja geti þeir áætlað hvernig þrýstingsbreytingar verði í jarðskorpunni og möttlinum. „Miðað við þessar breytingar teljum við að þær séu slíkar að þær hafi áhrif á kvikukerfin,“ segir Freysteinn. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Raggi Hefur áhrif á framleiðslu, stöðugleika og ferðir kvikunnar Þrýstiléttirinn með hop jöklanna hefur þrenns konar áhrif á eldstöðvar sem eru undir ís, að sögn Freysteins. Meiri bergkvika getur orðið til í jarðmöttlinum þegar léttir á þrýstingnum. Hann hefur einnig áhrif á stöðugleika kvikuhólfanna undir eldfjöllunum. „Ef við höfum grunnstætt kvikuhólf og jöklarnir eru að minnka hefur það áhrif á bergspennu í kringum kvikusöfnunarstaðinn. Það getur flýtt fyrir því að að það verði eldgos en það getur reyndar líka valdið þannig breytingum að kvikan sé stöðugri í jarðskorpunni þannig að það eru áhrif sem þarf að skoða,“ segir hann. Í þriðja lagi geta breytingar haft áhrif á hvernig kvika ferðast í gegnum jarðskorpuna. Þrýstiléttirinn geti greitt götu kvikunnar upp á yfirborðið og einnig haft áhrif á hvar hún kemur upp. Freysteinn segir að samkvæmt einu reiknilíkani hafi þynning Vatnajökuls hafi mikil áhrif á kvikuhólf við Upptyppinga, norðan við jökulinn, þar sem umbrotahrina átti sér stað frá 2007 til 2008. Í því tilfelli hafi kvikan komið sér fyrir í jarðskorpunni en ekki náð upp til yfirborðsins. Stórar eldstöðvar liggja undir jöklum á Íslandi, þar á meðal Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur Guðjónsson Óvissa um hvort og hversu hratt kvikan kemst upp Stóra spurningin að mati Freysteins er hvort og hversu hratt viðbótarkvikan sem myndast í jarðmöttlinum getur brotið sér leið upp á yfirborð jarðar. „Meta þarf hvort að eldgos geti orðið tíðari eða stærri á næstkomandi áratugum vegna þessara áhrifa. Við höfum vísbendingar um að kvika myndist en við höfum hins vegar ekki skýrar vísbendingar hvernig hún kemst til yfirborðs og á hvaða tímaskala það. Þess vegnar er þetta rannsóknarviðfangsefni,“ segir hann. Eldgos eru jafnframt óregluleg og það torveldar vísindamönnum að meta hvort tíðni þeirra eða umfang sé að breytast. Að sama skapi gerir óreglan erfitt að tengja bráðnun jöklanna við gos í eldstöðvunum sem þeir hylja. Freysteinn segir þannig að ekki hafi tekist að staðfesta að eldgos hafi verið undir áhrifum bráðnandi jökla enn sem komið er. Svipuð umræða hefur átt sér stað um hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið óvenjuöflugum fellibyljum á jörðinni síðustu árin. Vísindamenn hafa verið hikandi við að tengja einstaka byli við hnattræna hlýnun. Fellibyljirnir myndist nú hins vegar við aðstæður þar sem meiri orka er í hafinu og loftið getur tekið við meiri raka vegna hnattrænnar hlýnunar. Sömu sögu er að segja af umbrotum í eldstöðvum undir jöklum sem eru að hverfa. „Umhverfið er breytt neðanjarðar. Það má segja í rauninni að loftslagsbreytingar valdi því ekki bara að jöklarnir bráðni heldur valda þær bráðnun jarðar og nýrri myndun á bergkviku,“ segir Freysteinn. Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15 Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Hröð bráðnun íslenskra jökla undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar hefur ekki aðeins áhrif á yfirborðinu heldur hefur hún breytt aðstæðum í jarðskorpunni. Einn af mögulegum fylgifiskum loftslagsbreytinga sem vísindamenn fylgjast með er hætta á tíðari eldgosum sem gæti fylgt hopi jöklanna. Áætlað hefur verið að Vatnajökull vegi um þrjú þúsund milljarða tonna. Þungi hans og annarra jökla er svo mikill að hann þrýstir jarðskorpunni undir þeim þannig að hún sígur. Þegar jöklarnir bráðna og skreppa saman léttir þannig á farginu og landið undir þeim rís. Á þennan hátt er því spáð að sjávarstaðan við suðaustanvert Ísland lækki á þessari öld. Almennt verði fyrirséð hækkun yfirborðs sjávar vegna hnattrænnar hlýnunar við Ísland mögulega aðeins þriðjungur af hnattrænu meðaltali. Slík hækkun hefði engu að síður veruleg áhrif í för með sér fyrir íslensk lágsvæði. Landrisið hefur hins vegar ekki aðeins áhrif á sjávarstöðuna. Þegar losnar um fargið ofan af jöklunum getur kvikuframleiðsla neðarlega í jarðskorpunni aukist. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem kom út í byrjun maí kemur fram að áætlað er að kvikuframleiðsla hafi aukist um allt frá 0,014 rúmkílómetrum á ári upp í 0,21-0,23 rúmkílómetra vegna rýrnunar jökla. Sé miðað við að fjórðungur aukningarinnar nái upp á yfirborð samsvari þetta einu Eyjafjallajökulsgosi á sjö ára fresti. Skýrsluhöfundar telja eðlilegt að áhætta vegna hugsanlegrar aukningar eldgos sem tengist þynningu jökla verði metin í tengslum við heildaráhættumat vegna eldgosa á Íslandi sem unnið hafi verið að undanfarin ár. Meta áhrif landrisins á eldvirkni Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, segir að heilmiklar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum eldgvirkni og fargbreytingum. „Það er vel þekkt að í lok síðustu ísaldar varð mjög mikil eldvirkni í kjölfarið af því að jöklarnir hurfu af Íslandi. Nú er spurningin hvort það geti gerst aftur þegar jöklarnir eru að minnka núna,“ segir hann í samtali við Vísi. Aðstæðurnar nú eru þó ekki fyllilega sambærilegar við lok ísaldar. Jöklarnir nú séu mun minni en þeir voru þá og fargið því minna á jarðskorpunni. Unnið hefur verið að reiknilíkönum hjá Háskóla Íslands og víðar til að leggja mat á breytingarnar sem verða þegar jöklarnir hopa. Freysteinn segir að land rísi nú yfir þrjátíu millímetrum um mitt landið. Út frá þeim hreyfingum sem menn þekkja geti þeir áætlað hvernig þrýstingsbreytingar verði í jarðskorpunni og möttlinum. „Miðað við þessar breytingar teljum við að þær séu slíkar að þær hafi áhrif á kvikukerfin,“ segir Freysteinn. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Raggi Hefur áhrif á framleiðslu, stöðugleika og ferðir kvikunnar Þrýstiléttirinn með hop jöklanna hefur þrenns konar áhrif á eldstöðvar sem eru undir ís, að sögn Freysteins. Meiri bergkvika getur orðið til í jarðmöttlinum þegar léttir á þrýstingnum. Hann hefur einnig áhrif á stöðugleika kvikuhólfanna undir eldfjöllunum. „Ef við höfum grunnstætt kvikuhólf og jöklarnir eru að minnka hefur það áhrif á bergspennu í kringum kvikusöfnunarstaðinn. Það getur flýtt fyrir því að að það verði eldgos en það getur reyndar líka valdið þannig breytingum að kvikan sé stöðugri í jarðskorpunni þannig að það eru áhrif sem þarf að skoða,“ segir hann. Í þriðja lagi geta breytingar haft áhrif á hvernig kvika ferðast í gegnum jarðskorpuna. Þrýstiléttirinn geti greitt götu kvikunnar upp á yfirborðið og einnig haft áhrif á hvar hún kemur upp. Freysteinn segir að samkvæmt einu reiknilíkani hafi þynning Vatnajökuls hafi mikil áhrif á kvikuhólf við Upptyppinga, norðan við jökulinn, þar sem umbrotahrina átti sér stað frá 2007 til 2008. Í því tilfelli hafi kvikan komið sér fyrir í jarðskorpunni en ekki náð upp til yfirborðsins. Stórar eldstöðvar liggja undir jöklum á Íslandi, þar á meðal Katla undir Mýrdalsjökli.Haraldur Guðjónsson Óvissa um hvort og hversu hratt kvikan kemst upp Stóra spurningin að mati Freysteins er hvort og hversu hratt viðbótarkvikan sem myndast í jarðmöttlinum getur brotið sér leið upp á yfirborð jarðar. „Meta þarf hvort að eldgos geti orðið tíðari eða stærri á næstkomandi áratugum vegna þessara áhrifa. Við höfum vísbendingar um að kvika myndist en við höfum hins vegar ekki skýrar vísbendingar hvernig hún kemst til yfirborðs og á hvaða tímaskala það. Þess vegnar er þetta rannsóknarviðfangsefni,“ segir hann. Eldgos eru jafnframt óregluleg og það torveldar vísindamönnum að meta hvort tíðni þeirra eða umfang sé að breytast. Að sama skapi gerir óreglan erfitt að tengja bráðnun jöklanna við gos í eldstöðvunum sem þeir hylja. Freysteinn segir þannig að ekki hafi tekist að staðfesta að eldgos hafi verið undir áhrifum bráðnandi jökla enn sem komið er. Svipuð umræða hefur átt sér stað um hvort að hnattræn hlýnun hafi valdið óvenjuöflugum fellibyljum á jörðinni síðustu árin. Vísindamenn hafa verið hikandi við að tengja einstaka byli við hnattræna hlýnun. Fellibyljirnir myndist nú hins vegar við aðstæður þar sem meiri orka er í hafinu og loftið getur tekið við meiri raka vegna hnattrænnar hlýnunar. Sömu sögu er að segja af umbrotum í eldstöðvum undir jöklum sem eru að hverfa. „Umhverfið er breytt neðanjarðar. Það má segja í rauninni að loftslagsbreytingar valdi því ekki bara að jöklarnir bráðni heldur valda þær bráðnun jarðar og nýrri myndun á bergkviku,“ segir Freysteinn.
Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15 Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15 Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00 Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Ísland þarf að aðlagast áframhaldandi loftslagsbreytingum Vísindanefnd um loftslagsbreytingar hefur gefið út fyrstu skýrsluna um áhrif þeirra á Ísland í tíu ár. Hún segir umtalsverða þörf á aðlögun hér á landi. 3. maí 2018 14:15
Bein útsending: Kynna umfangsmikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi Fyrsta vísindaskýrslan um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í áratug verður kynnt í dag. 3. maí 2018 13:15
Ráðherra boðar aðlögunaráætlun vegna loftslagsbreytinga á Íslandi Skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi dregur upp dökka mynd af náttúrufari landsins haldi hlýnun áfram. Breytingarnar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt náttúrufar og samfélag. 4. maí 2018 08:00
Flóðahætta á öllum landfyllingum við lok aldarinnar Sjávarflóð verða algengari og skeinuhættari þegar sjávarstaða við Ísland heldur áfram að hækka á þessari öld. 15. maí 2018 09:00