Indiana Jones er sumarhetja allra tíma Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Þær eru fáar klípurnar sem Indiana Jones getur ekki bjargað sér úr með því að sveifla nautasvipunni góðu Vísir/Getty Samkvæmt fræðunum fann Steven Spielberg upp „sumarsmellinn“ í Hollywood árið 1975 með Jaws. Blóðþyrstur risahákarl sem kjamsaði á fólki sem hætti sér í sjósund í sumarfríinu virtist vera akkúrat það sem þurfti til þess að draga fólk í milljónatali í bíó. Tveimur árum síðar breytti George Lucas kvikmyndaheiminum varanlega með Star Wars og 1981 sameinuðu þessir vinir krafta sína og trommuðu upp með Raiders of the Lost Ark. Einhverri fjörugustu og ævintýralegustu poppkornsmynd síðari tíma. Hraðinn og hasarinn í æsilegu kapphlaupi fornleifafræðingsins Indiana Jones við nasista um að finna Sáttmálsörkina var eitthvað það geggjaðasta sem sést hafði í bíó þótt í raun væri um að ræða bergmál þrjúbíó-myndanna sem Lucas og Spielberg ólust upp við. Lucas gaf Harrison Ford ómetanlegt tækifæri þegar hann réð hann í hlutverk geimkúrekans Han Solo í Star Wars og sem betur fer höguðu örlögin því þannig til að Ford endaði einnig í hlutverki Indiana Jones. Ford hefur gert þá báða, Jones og Solo, að einhverjum dáðustu persónum kvikmyndasögunnar og það væri til þess eins að æra óstöðugan að reyna að telja saman allar þær skrilljónir dollara sem þessar tvær kempur hafa rakað saman í Star Wars og Indiana Jones-myndunum.Marion Ravenwood verður traustasti bandamaður Indiana Jones í Raiders of the Lost Ark. Frábær persóna og harðasti naglinn í myndinniVísir/gettyLucas og Spielberg hafa ekki enn látið hvarfla að sér að fá annan leikara til þess að leika fornleifafræðinginn með hattinn og svipuna enda myndi slíkt varla vita á gott. Kannski reikar nefnilega hugur manns tæp 40 ár aftur í tímann til Fords og Indys vegna þess að nýjustu Star Wars-myndinni, Solo: A Star Wars Story, gengur ekki nógu vel í miðasölunni. Sem er að vísu rannsóknarefni vegna þess að myndin er þvottekta Star Wars-ævintýri en að manni læðist sá grunur að þar sem myndin segir forsögu Han Solo, með nýjum ungum leikara í hlutverkinu, hafni heittrúaðir myndinni einfaldlega vegna þess að Alden Ehrenreich er ekki Harrison Ford. Misráðið vitaskuld, ekki síst þar sem Ford sjálfur, sem í seinni tíð virðist hafa umturnast í gamlan nöldursegg, hefur ausið arftakann unga lofi. „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu,“ hefur Ron Howard, leikstjóri Solo, haft eftir Ford. En betur má ef duga skal. Greinilega. Ágætt líka að hafa í huga í þessu samhengi að þegar kvikmyndatímaritið Total Film efndi til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna í fyrra var Indiana Jones valinn með yfirburðum stórkostlegasta kvikmyndapersóna allra tíma. Og Han Solo fylgdi honum eftir í 3. sæti með Batman á milli. Það er hvorki heiglum né hetjum hent að feta í fótspor Fords en Indiana Jones stendur þó enn óhaggaður og ómengaður í þvældum leðurjakka, með hattinn og svipuna á lofti. Indy er búinn að vera mesta og besta sumarmyndayndið í 37 ár og alltaf tilefni til þess að endurnýja kynnin við hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. 24. maí 2018 12:30 Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45 Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Samkvæmt fræðunum fann Steven Spielberg upp „sumarsmellinn“ í Hollywood árið 1975 með Jaws. Blóðþyrstur risahákarl sem kjamsaði á fólki sem hætti sér í sjósund í sumarfríinu virtist vera akkúrat það sem þurfti til þess að draga fólk í milljónatali í bíó. Tveimur árum síðar breytti George Lucas kvikmyndaheiminum varanlega með Star Wars og 1981 sameinuðu þessir vinir krafta sína og trommuðu upp með Raiders of the Lost Ark. Einhverri fjörugustu og ævintýralegustu poppkornsmynd síðari tíma. Hraðinn og hasarinn í æsilegu kapphlaupi fornleifafræðingsins Indiana Jones við nasista um að finna Sáttmálsörkina var eitthvað það geggjaðasta sem sést hafði í bíó þótt í raun væri um að ræða bergmál þrjúbíó-myndanna sem Lucas og Spielberg ólust upp við. Lucas gaf Harrison Ford ómetanlegt tækifæri þegar hann réð hann í hlutverk geimkúrekans Han Solo í Star Wars og sem betur fer höguðu örlögin því þannig til að Ford endaði einnig í hlutverki Indiana Jones. Ford hefur gert þá báða, Jones og Solo, að einhverjum dáðustu persónum kvikmyndasögunnar og það væri til þess eins að æra óstöðugan að reyna að telja saman allar þær skrilljónir dollara sem þessar tvær kempur hafa rakað saman í Star Wars og Indiana Jones-myndunum.Marion Ravenwood verður traustasti bandamaður Indiana Jones í Raiders of the Lost Ark. Frábær persóna og harðasti naglinn í myndinniVísir/gettyLucas og Spielberg hafa ekki enn látið hvarfla að sér að fá annan leikara til þess að leika fornleifafræðinginn með hattinn og svipuna enda myndi slíkt varla vita á gott. Kannski reikar nefnilega hugur manns tæp 40 ár aftur í tímann til Fords og Indys vegna þess að nýjustu Star Wars-myndinni, Solo: A Star Wars Story, gengur ekki nógu vel í miðasölunni. Sem er að vísu rannsóknarefni vegna þess að myndin er þvottekta Star Wars-ævintýri en að manni læðist sá grunur að þar sem myndin segir forsögu Han Solo, með nýjum ungum leikara í hlutverkinu, hafni heittrúaðir myndinni einfaldlega vegna þess að Alden Ehrenreich er ekki Harrison Ford. Misráðið vitaskuld, ekki síst þar sem Ford sjálfur, sem í seinni tíð virðist hafa umturnast í gamlan nöldursegg, hefur ausið arftakann unga lofi. „Alden negldi þetta. Hann gerði þetta að sínu,“ hefur Ron Howard, leikstjóri Solo, haft eftir Ford. En betur má ef duga skal. Greinilega. Ágætt líka að hafa í huga í þessu samhengi að þegar kvikmyndatímaritið Total Film efndi til skoðanakönnunar meðal lesenda sinna í fyrra var Indiana Jones valinn með yfirburðum stórkostlegasta kvikmyndapersóna allra tíma. Og Han Solo fylgdi honum eftir í 3. sæti með Batman á milli. Það er hvorki heiglum né hetjum hent að feta í fótspor Fords en Indiana Jones stendur þó enn óhaggaður og ómengaður í þvældum leðurjakka, með hattinn og svipuna á lofti. Indy er búinn að vera mesta og besta sumarmyndayndið í 37 ár og alltaf tilefni til þess að endurnýja kynnin við hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. 24. maí 2018 12:30 Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45 Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. 24. maí 2018 06:00 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna. 24. maí 2018 12:30
Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. 4. júní 2018 07:45
Ford segir arftakann hafa „neglt“ hlutverk Han Solo Geimkúrekinn Han Solo er ein dáðasta persónan í Stjörnustríðsheiminum enda ómótstæðilegur í túlkun Harrisons Ford í fyrsta Star Wars-þríleiknum. 24. maí 2018 06:00