Orkupakkinn er engin ógn við Ísland Michael Mann skrifar 7. júní 2018 07:00 Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Michael Mann Orkumál Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum og mánuðum hafa farið fram ákafar umræður á Íslandi um nýjasta löggjafarpakka Evrópusambandsins um orkumál og hvort hann ógni íslenskum orkumarkaði og jafnvel sjálfstæði landsins. Aðilar á Íslandi sem halda því fram að Evrópusambandið vilji þvinga landsmenn til að framselja fullveldi sitt til stofnana ESB hafa haldið þessum orkumálum á lofti, máli sínu til stuðnings. Evrópusambandið er meðvitað um þessar áhyggjur og tekur þær alvarlega, en hvað orkupakkann varðar eru þær algjörlega tilefnislausar.Til hagsbóta fyrir Íslendinga Nú, eins og ávallt, er mikilvægast að einblína á staðreyndir. Því miður litast umræðan um ESB oft af misskilningi eða jafnvel vísvitandi rangfærslum. Þriðji orkupakkinn svokallaði, sem Íslendingum er skylt að innleiða samkvæmt EES-samningnum, er rökrétt framhald fyrri orkupakkanna tveggja, sem hafa verið innleiddir á Íslandi án vandkvæða. Megintilgangurinn með orkupakkanum er að veita neytendum ódýra og örugga orku með tilstilli markaðsafla og hann er ekki nokkur ógn við framkvæmd íslenskrar orkustefnu. Þar sem Ísland er eyja, einangruð frá öðrum orkumörkuðum, mun landið njóta víðtækra undanþága frá flestum helstu skyldum sem fylgja nýju löggjöfinni. Auk þess mun löggjöfin í pakkanum ekki hafa nein áhrif á frelsi stjórnvalda til að ákvarða orkusamsetningu landsins. Sá réttur er tryggður í stofnsáttmála Evrópusambandsins og er hluti af EES-samningnum. Raunar eru bara nokkrar reglur í þriðja orkupakkanum sem eiga við um Ísland. Þar á meðal eru ákvæði sem varða neytendavernd, aukið gagnsæi samninga og réttinn til að skipta um orkuveitu. Það er því verulega erfitt að skilja hvernig hægt er að halda því fram að þessar reglur skerði frelsi Íslendinga til að ákvarða samsetningu orkugjafa eða hvernig þær gætu á einhvern hátt verið óhagstæðar fyrir Ísland. Meintar heimildir ACER Eitt af því sem hefur vakið hvað mestar deilur í íslenskri stjórnmálaumræðu er framtíðarhlutverk samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði, ACER, og sá ótti að Ísland neyðist til að framselja ákvarðanavald og fullveldi til slíkrar Evrópustofnunar. Staðreyndirnar segja þó einnig aðra sögu hvað þetta varðar. Þar sem EES er tveggja stoða kerfi munu þær valdheimildir sem ACER fer með í aðildarríkjum ESB verða á vegum ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, á Íslandi, en Ísland er eitt aðildarríkja ESA. Innan ESB er helsta hlutverk ACER að fylgjast með mörkuðum og beina tilmælum til aðildarríkja og það er aðeins í undantekningartilfellum sem ACER getur beitt valdheimildum gagnvart eftirlitsstjórnvöldum ESB-ríkja, í málum þar sem eftirlitsstjórnvöldum tveggja aðildarríkja tekst ekki að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Ákvörðunum ACER er ekki beint að einkaaðilum, einungis innlendum eftirlitsstjórnvöldum í aðildarríkjum ESB. Stofnunin hefur ekkert ákvörðunarvald yfir innlendum eftirlitsyfirvöldum í ríkjum utan ESB og myndi ekki hafa neinar heimildir hvað varðar leyfisveitingu og stjórnsýslu á Íslandi. Heimildir ACER til að taka bindandi ákvarðanir eru að mestu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri og eiga því ekki við á Íslandi á meðan slík grunnvirki eru ekki til staðar. Þar sem ekki er um að ræða nein gagnkvæm tengsl á milli Íslands og ESB er engin þörf á að samræma regluverk Íslands og einhvers annars lands. Jafnvel þótt sæstrengur til Bretlands verði einhvern tíma að veruleika myndi það ekki tengja Ísland við ESB-markaðinn þar sem Bretland gengur úr Evrópusambandinu frá og með mars á næsta ári. Ekkert nýtt varðandi niðurgreiðslur Einnig hefur verið lýst yfir áhyggjum af því að ESB muni í framtíðinni geta haft afskipti af stuðningi íslenskra stjórnvalda við tilteknar dreifiveitur. Þriðji pakkinn felur þó ekki í sér neinar nýjar skyldur varðandi niðurgreiðslu á orkugjöfum. Reglur um opinbera styrki lúta enn ákvæðum um ríkisaðstoð sem tilgreind eru í sérstakri löggjöf sem íslensk stjórnvöld hafa fyrir löngu samþykkt. Merki um náið og gott samband Evrópusambandið fagnar alltaf heilbrigðum skoðanaskiptum um stefnur og lög sambandsins og leggur sig fram við að tryggja að EES-ríki utan ESB, svo sem Ísland, geti sætt sig við reglubreytingar. Það er þess vegna sem Ísland fékk svo margar varanlegar undanþágur frá þriðja orkupakkanum. Það var okkur ánægjuefni að óháður ráðgjafi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skyldi komast að þeirri niðurstöðu að Íslendingar þurfi ekki að óttast þessar nýjustu breytingar. Ég vona að þessi greinarskrif geti átt þátt í að hefja opinskáa og heiðarlega umræðu um orkupakkann á grundvelli fyrirliggjandi staðreynda. Við lítum á innleiðingu nýju orkulöggjafarinnar á Íslandi sem enn eitt merki um að samband Íslands og ESB sé náið og báðum aðilum til góða.Höfundur er sendiherra ESB á Íslandi
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar