Hvers virði er íslenska? Jurgita Milleriene skrifar 7. júní 2018 07:00 Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru heimsþekktir fyrir að vera ansi stoltir af landinu sínu, vatninu, loftinu, fótboltanum eða í stuttu máli öllu sem kemur frá Íslandi. Þeir sameinast um að standa saman til að styðja og hvetja hver annan. En hvað um íslenskt tungumál? Er hægt að segja sömu sögu um það? Ég flutti til Íslands árið 2001. Eins og margir aðrir ætlaði ég að vera aðeins í sex mánuði og fara svo aftur heim til Litháens. Þó að ég ætlaði að stoppa stutt fór ég strax á íslenskunámskeið. Mér fannst það mjög merkilegt að læra tungumál sem aðeins 300.000 manns geta talað í heiminum öllum, einnig fannst mér sjálfsagt að byrja strax að læra, jafnvel þó að ég ætlaði ekki að búa hér á landi. Ég vildi bera virðingu fyrir íslenskri þjóð og íslensku tungumáli. Það er ansi góð tilfinning að geta boðið góðan dag á íslensku og geta átt smá spjall á þeirra tungumáli. Með því að læra íslenskt tungumál og sækja íslenskunámskeið er hægt að læra um venjur, hátíðir, óskrifaðar reglur, menningu, bókmenntir og margt annað í leiðinni. Þar opnast nýr heimur sem hvetur mann til að kynnast íslenskri menningu enn betur og taka þátt í samfélaginu. Að tilheyra hópnum og vera einn af þeim. Eins og margir aðrir sem voru í sömu sporum og ég, erum við hér ennþá 17 árum seinna á Íslandi. En ég kann tungumálið og ég tek virkan þátt í samfélaginu. Ég get valið mér starf, ég get gert allt sem ég vil og verið stolt af því sem ég geri. Ég byggi brýr milli Litháens og Íslands og er bæði Lithái og Íslendingur. Við eigum 3 börn sem tala bæði góða íslensku og litháísku. Það eru allt of margir sem hugsa að það sé nóg að kunna aðeins ensku af því að þeir ætli ekki að búa hér lengi. Kannski eitt, tvö ár eða kannski þangað til þau hafa safnað nógu miklu af peningum til að geta flutt aftur heim. Því miður er raunin oft þannig að fólk ílengist hér á Íslandi, tekur ekki þátt í íslensku samfélagi og sorglegast af öllu að börnin finna mest fyrir því. Það er mjög óþægileg tilfinning að bíða og bíða og bíða aðeins meira því fólk er ekki að lifa lífinu heldur er í einhvers konar biðstöðu. Það er alltaf á leiðinni heim en svo líða kannski eitt, tvö?… fimm eða fleiri ár og það er enn að bíða, enn að safna, enn að hugsa. Börnum reynist það afar erfitt að meðhöndla svona aðstæður og oft vilja þau ekki læra íslensku því þau sjá engan tilgang því þau eru alveg að fara heim aftur. Ég vinn sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla uppi á Ásbrú og vann svo í 9 ár í leikskólanum Hjallatúni og sú þróun sem ég sé á hverjum einasta degi veldur mér áhyggjum hvað verður um íslenskt tungumál í náinni framtíð. Það sem er að gerast nú þegar er að börnin sem fæðast hér á Íslandi standa oft á tíðum frekar illa í íslensku. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því en ein af þeim er að Íslendingar gera ekki nógu miklar kröfur til þess að foreldrar þeirra læri íslensku og beri virðingu fyrir samfélaginu sem þeir búa í. Og ekki nóg með það finnst mér enn meira sláandi að Íslendingum finnst það svo krúttlegt þegar börnin þeirra tala ensku og það er að aukast að foreldrar svara þeim á ensku á móti. Margir skólar eru í vandræðum því nemendur tala ensku sín á milli þrátt fyrir það að oft á tíðum eru þau öll íslensk. Öllum finnst enska svo skemmtileg sem eflaust er líka rétt en hvað um íslensku? Af hverju er það svona krúttlegt að tala ensku en alls ekki krúttlegt að tala góða íslensku? Af hverju erum við ekki stolt af tungumálinu sem aðeins 300.000 manns geta talað? Og hvað um ferðamenn? Margir þeirra eru að koma til Íslands ekki aðeins í þeim tilgangi að skoða landið heldur finnst þeim einnig mjög áhugavert að heyra íslenskt tal. Þeir verða sennilega líka fyrir vonbrigðum ef það verður aðeins töluð krúttleg enska hér á landi. Ég hef mjög mikinn áhuga á tungumálum og mér finnst íslenska persónulega mjög merkilegt tungumál. Vonandi verður eitthvað gert svo það finnist öllum á Íslandi mikilvægt að tala íslensku og að það verði allir mjög stoltir af íslensku tungumáli.Höfundur er grunnskólakennari
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun