Örlar á andófi hjá repúblikönum gegn njósnasamsæri Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 07:44 Ryan sækist ekki eftir endurkjöri í haust. Mögulegt er að það sé ástæðan fyrir því að hann treysti sér til að snupra forsetann nú. Vísir/AFP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn helstu leiðtoga Repúblikanaflokksins, segist ekkert hafa séð sem bendi til þess að alríkislögreglan FBI hafi komið fyrir njósnara í röðum framboðs Donalds Trump forseta árið 2016, þvert á aðdróttanir forsetans. Ryan varaði Trump jafnframt við að reyna að náða sjálfan sig. Trump hefur nú um nokkra vikna skeið borið út samsæriskenningar um að FBI og dómsmálaráðuneytið hafi njósnað um framboð hans af pólitískum ástæðum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem styður þær ásakanir. FBI notaði hins vegar heimildarmann sem ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins til að afla upplýsinga um samskipti þess við Rússa. Leiðtogar Repúblikanaflokksins hafa að mestu leyti setið á hliðarlínunni á meðan Trump forseti hefur með þessum hætti og öðrum reynt að grafa undan trúverðugleika æðstu löggæslustofnana Bandaríkjanna sem rannsaka hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa árið 2016. Því vekur ofanígjöf Ryan við forsetann nú athygli. Á blaðamannafundi í gær sagðist hann taka undir með flokksbróður sínum Trey Gowdy sem sagði í síðustu viku að enginn fótur væri fyrir njósnaásökunum Trump. Ryan sagði þó að afla þyrfti frekari upplýsingar eins og sumir flokksbræðra hans hafa krafist af dómsmálaráðuneytinu.Þingmenn á útleið setja ofan í við Trump Ryan og Gowdy voru á meðal þingmanna sem FBI og dómsmálaráðuneytið veittu upplýsingar um heimildarmann FBI í síðasta mánuði eftir nær linnulausan þrýsting þingmanna repúblikana og Trump sjálfs. „Ég held að þegar forsetinn kemst að því hvað gerðist þá verði hann ekki aðeins sáttur heldur verður hann ánægður með að við höfum FBI sem tók alvarlega það sem hún heyrði,“ sagði Gowdy eftir þá fundi. Richard Burr, formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar sem rannsakar meint samráð framboðs Trump við Rússa, hefur einnig tekið undir mat Gowdy. Þá gagnrýndi Tom Rooney, þingmaður repúblikana sem á sæti í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildarinnar, Trump harðlega fyrir að dreifa út samsæriskenningum um njósnir. „Hver er tilgangurinn með því að segja að það hafi verið njósnari í framboðinu þegar það var enginn?“ spurði Rooney sem taldi það ekki hjálpa til að forsetinn ylli ringulreið með þessum hætti. Ryan og Gowdy hafa báðir fengið bágt fyrir frá sumum flokkssystkinum sínum vegna þessa. Þeir og Rooney eiga það sammerkt að enginn þeirra ætlar að sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum í nóvember.Trump hefur farið mikinn gegn FBI og dómsmálaráðuneytinu undanfarnar vikur. Hann hefur sakað þessar æðstu löggæslustofnanir landsins um að hafa njósnað um framboð sitt af pólitískum ástæðum.Vísir/AFPÆtti ekki að reyna að náða sjálfan sig Ryan var einnig spurður út í orð Trump um að hann hefði „algert vald“ til þess að náða sjálfan sig. „Ég veit ekki tæknilega svarið við þessari spurningu en ég held augljóslega að svarið sé að hann ætti ekki að gera það og enginn er yfir lögin hafinn,“ svaraði þingforsetinn. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti svipaðri afstöðu á þriðjudag, að sögn New York Times. „Hann veit augljóslega að það er ekki eitthvað sem hann myndi eða ætti að gera,“ sagði McConnell þá.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41 Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30 Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Engar sannanir fyrir „njósnara“ í röðum Trump Þingmaðurinn Trey Gowdy, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og háttsettur Repúblikani, segir ekkert til í því að að Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafi komið „njósnara“ fyrir meðal starfsmanna framboðs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 30. maí 2018 20:41
Telur líklegt að Trump geti náðað sjálfan sig Rudy Guilani, yfirmaður lögfræðiteymis Donald Trump Bandaríkjaforseta, telur líklegt að forsetinn hafi vald til þess að náða sjálfan sig 3. júní 2018 17:30
Lögmaður: Trump hefði getað skotið forstjóra FBI án ákæru Lögfræðiteymi Bandaríkjaforseta hefur mótað þá skoðun að ekki sé hægt að stefna eða ákæra forsetann og að hann geti ekki möguleg gert sekur um að hindra framgang réttvísinnar. 4. júní 2018 11:13
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna