Leikreglur Hörður Ægisson skrifar 8. júní 2018 10:00 Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Endurskoðun peningastefnunnar er eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda. Grunngerð hagkerfisins hefur tekið stakkaskiptum, ekki hvað síst vegna tilkomu nýrrar og ört vaxandi gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar, sem hefur leitt til þess að erlend staða þjóðarbúsins hefur aldrei verið betri, sparnaðarstigið sjaldan mælst hærra og Ísland er því orðið að fjármagnsútflytjanda. Uppsafnaður viðskiptaafgangur frá 2014 nemur þannig nærri 500 milljörðum. Þótt færa megi fyrir því rök að trúverðugleiki peningastefnunnar hafi aukist á undanförnum árum hefur flestum verið ljóst að hún þarfnaðist endurskoðunar, einkum með hliðsjón af þessari byltingu á íslenska hagkerfinu. Með þeirri vönduðu skýrslu sem starfshópur um endurmat peningastefnunnar kynnti í vikunni hefur nú verið lagður grunnur að því að hrinda af stað nauðsynlegum aðgerðum til að bæta efnahags- og fjármálalegan stöðugleika til langs tíma. Þegar rætt er um ólíkar stefnur í peninga- og gjaldmiðlamálum vill iðulega gleymast að valið snýst í raun öðrum þræði um mismunandi slæma valkosti. Það eru engar töfralausnir í boði heldur skiptir mestu máli, eins og starfshópurinn leggur áherslu á í skýrslunni, að farið sé eftir þeim leikreglum sem hvert fyrirkomulag krefst á hverjum tíma. Þar hafa Íslendingar hins vegar jafnan verið eftirbátar ríkja á hinum Norðurlöndunum. Lausatök í ríkisfjármálum og óstöðugleiki á vinnumarkaði, þar sem jafnan er samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun, hefur valdið því að Íslendingar hafa búið við þrálátar sveiflur í peningamálum. Niðurstaðan af því að virða að vettugi þessi lögmál hagfræðinnar hefur verið meiri verðbólga og hærri vextir en þekkist í okkar nágrannaríkjum. Tillögur starfshópsins, meðal annars að vægi fjármálastöðugleika verði aukið í starfsemi Seðlabankans samhliða því að hlutverk FME er minnkað og að húsnæðisverð sé undanskilið þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði, eru flestar skynsamlegar. Þá er útskýrt réttilega í skýrslunni að það myndi fela í sér óásættanlega áhættu fyrir fjármálastöðugleika ef farin yrði sú leið að framfylgja fastgengisstefnu í gegnum myntráð. Hagsaga Íslands gefur ekki tilefni til að ætla að stjórnvöld og atvinnulífið hafi þann aga sem til þarf til að framfylgja trúverðugri fastgengisstefnu. Slíkir augljósir veikleikar í efnahagsmálum þjóðarinnar hverfa ekki við það eitt að breytt sé um gjaldmiðilsstefnu. Undir myntráði væru íslenskar fjármálastofnanir án lánveitanda til þrautavara sem aftur myndi auka stórlega líkur á áhlaupi á bankakerfið og gjaldmiðilinn um leið og fastgengið hættir að endurspegla undirliggjandi efnahagsstærðir. Forsætisráðherra hefur sagt að næsta skref sé að skipa nefnd sem eigi að útbúa frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann á grundvelli þeirra tillagna sem núna hafa birst. Þeirri stefnumörkun ber að fagna enda er ekki eftir neinu að bíða. Slík frumvörp hljóta að birtast ekki síðar en næsta þingvetur. Mikilvægt er hins vegar að eftirláta þá vinnu ekki aðeins embættismönnum Seðlabankans, fjármálaráðuneytisins og FME. Lærdómur síðustu ára hefur sýnt að pólitískt eignarhald, þar sem fyrir liggur skýr sýn ríkisstjórnarinnar um hvert eigi að stefna, er forsenda árangurs í slíku verkefni. Að öðrum kosti mun þá vegferð skorta umboð og árangurinn verður í samræmi við það.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun