Vinnualkar eða fjölskyldufólk? Jóhann Skagfjörð Magnússon skrifar 8. júní 2018 15:37 Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Kennslu á þessu skólaári er lokið. Nemendur eru farnir í frí og eftir sitjum við kennararnir og vinnum hin ýmsu verkefni. Sjálfur er ég ánægður og stoltur með veturinn. Stoltur af að starfa í frábærum starfsmannahópi Salaskóla og þeirri vinnu sem ég lagði á mig í vetur, en fyrst og fremst er ég stoltur af nemendum mínum sem hver og einn tók framförum og óx og dafnaði. Ég hefi tekið þátt í gleði og sorgum þeirra, lagt mig fram á hverjum einasta degi að láta þeim líða vel og kenna þeim allt milli himins og jarðar; frá almennum brotum til félagslegra samskipta. Mér þykir endalaust vænt um þau og þykist vita að þeim þyki líka vænt um mig. Ég er þó ekki svo hrokafullur að halda að það sé þeim fyrir bestu að eyða meiri tíma með mér og minni tíma með foreldrum sínum. Eða að þau myndu frekar kjósa samveru með mér en foreldrum sínum. Ég veit að gæðastundir fjölskyldunnar eru lykilatriði í að ala upp hamingjusamt barn og góðan nemanda. Sem foreldri veit ég líka að lífshamingja mín eykst ekki í takt við að eyða meiri tíma í vinnunni. Hún eykst í takt við þann tíma sem ég get notað í sjálfsrækt og samveru með vinum og fjölskyldu. En við hugsum ekki öll eins. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. júní sagði framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að frídagar barna umfram foreldra væru allt of margir og það væri of dýrt að senda börn á frístundaheimili, sumarnámskeið eða finna aðra afþreyingu. Þess vegna ætti að lengja skólaárið og um leið stytta skólaskyldu um eitt ár. Þá gætu launþegar verið meira í vinnunni og atvinnurekendur fengið litla þræla hagvaxtarins fyrr út á vinnumarkaðinn og stytt þannig áhyggjulaus æskuárin enn frekar. Fyrir utan að mála grunnskóla og tómstundastarfsemi upp sem geymslustaði fyrir börn fremur en staði þar sem þau vaxa og dafna, eflast og þroskast, þá fer framkvæmdarstjórinn einfaldlega með rangt mál í sumum tilvikum. Sumarfrí nemenda er t.d. ekki 14 vikur heldur 10,8. Og þó svo að sumarfrí nemenda í Danmörku sé 6 vikur skautaði höfundur framhjá þeirri staðreynd að í Danmörku eru tvisvar sinnum viku löng vetrarfrí, fyrir utan önnur frí sem við höfum ekki hér á landi. Var það gert viljandi eða óviljandi? Frístundaheimili og tómstundir kosta vissulega pening, en er ekki nærtækari og heilbrigðari leið að þrýsta á sveitarfélögin að lækka gjaldskrár sínar og þrýsta á ríkið að hækka barnabætur all verulega? Og já, frídagar barna eru fleiri en foreldra þeirra, en er þá ekki nærtækara að fjölga frídögum launþega? Hvað með að hafa þá 35 eins og í Danmörku?, svona fyrst framkvæmdarstjórinn vill bera okkur saman við Dani. Og ef við höldum samanburðinum áfram er vinnuvika Dana styttri en Íslendinga. En framkvæmdarstjórinn vill ekki fá svona staðreyndir inn í samanburðinn sinn. Hann velur það sem hentar honum best. Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar? Ég veit hvaða leið ég vil fara.Höfundur er grunnskólakennari.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun