Trudeau segir að Trump muni ekki ráðskast með Kanadamenn Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2018 22:01 Donald Trump og Justin Trudeau ræðast við. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada. Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir fyrr í dag að hann vildi ryðja viðskiptahindrunum úr vegi á milli Bandaríkjamanna og nánustu bandamanna þeirra. Þetta sagði Trump þrátt fyrir að hafa sjálfur lagt verndartolla á innflutning á stáli og áli frá Evrópu, Kanada og Mexíkó til Bandaríkjanna. Trump sagði þetta á óundirbúnum blaðamannafundi eftir fund leiðtoga G7 ríkjanna í Kanada í dag. Sagði Trump takmark sitt vera að útrýma öllum tollum.Hann sagði Bandaríkjastjórn ekki ætla að sætta sig við áframhaldandi viðskiptahindrunum sem aðrar þjóðir standa fyrir. Óttast margir að tollastríð í kjölfar ákvörðunar Trump að leggja verndartolla á innflutning á stáli og áli til Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Kanada, Justin Tudeau, fullvissaði blaðamenn í fyrr í dag að hann myndi svara þessari ákvörðun Trump 1. júlí næstkomandi með því að leggja verndartolla á innflutning á vörum frá Bandaríkjunum til Kanada. Trudeau sagði Kanadamenn vera kurteisa en bætti við: „Við munum ekki láta ráðskast með okkur. Ég mun alltaf vernda kanadíska verkamenn og hagsmuni Kanada.“ Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía, Japan, Kanada og Þýskaland tilheyra G7. Leiðtogar þeirra ríkja höfðu vonast til að geta nýtt G7-fundinn til að ræða þessa tolla við Trump, en forseti Bandaríkjanna sagði við blaðamenn að það hefði komið til tals að fella niður tolla. „Ég lagði það til. Ég held að þau séu á leiðinni aftur að teikniborðinu til að kanna þetta frekar,“ sagði Trump sem sagði samskipti ríkjanna vera góð og nefndi þar sérstaklega Frakkland og Kanada.
Donald Trump Kanada Mexíkó Tengdar fréttir Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Hélt reiðilestur yfir öðrum þjóðarleiðtogum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi við aðra þjóðarleiðtoga G7 ríkjanna svokölluðu um milliríkjaviðskipti og tolla á fundi leiðtoganna í Kanada í dag. 9. júní 2018 14:48