Sækja þarf um leyfi fyrir vinnandi börn Grétar Þór Sigurðsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Salvör Nordal, umboðsmaður barna Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent David Lynch er látinn Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Hátt í 700 börn yngri en þrettán ára voru í launuðu starfi á síðasta ári samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofunnar er varða stöðu barna á Íslandi. Samkvæmt reglugerð um vinnu barna og unglinga þarf að fá leyfi frá Vinnueftirliti ríkisins áður en til ráðningar kemur vegna vinnu barna yngri en 13 ára. Þrátt fyrir að fjöldi starfandi barna sé svona mikill er varla hægt að tala um að Vinnueftirlitinu berist fyrirspurnir um slík leyfi. „Ef þetta eru raunveruleg störf sem börnin eru að vinna þá ætti samkvæmt þessu að sækja um leyfi. Það koma ekki fyrirspurnir nema kannski ein til tvær á ári til Vinnueftirlitsins,“ segir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri eftirlitsdeildar Vinnueftirlitsins. Vinnueftirlitið hefur ekki virkt eftirlit með þessu en skoðar einstök mál. „Við fáum stundum vísbendingar úr fréttum fjölmiðla og frá fólki um að börn séu í óeðlilegum aðstæðum, þá förum við og skoðum það nánar,“ segir Svava. „Í fyrsta lagi fagna ég þessu samstarfi við Hagstofuna og því að þessar tölur liggi fyrir. Nú þarf að rýna þær betur sérstaklega með tilliti til athugasemda barnaverndarnefndar Sameinuðu þjóðanna um vinnu barna,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, um tölurnar. Hún telur börn vinna of mikið með skóla og segir það geta bitnað á tómstundum þeirra, námi og hvíld. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að þar á bæ sé möguleiki á að skoða þetta eftir atvinnugreinum og það verði gert. „Okkar tilgáta er sú að þetta séu aðallega börn sem eru að taka þátt í auglýsingum og setja upp leikrit og annað slíkt. Þetta er eitthvað sem við erum að skoða og reiknum með að birta síðar meir,“ segir Anton Örn Karlsson hjá Hagstofunni.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent David Lynch er látinn Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira