Karen: Vörn sem fá landslið spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 11:00 Karen Knútsdóttir í landsleik fyrr á árinu. vísir/valli „Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
„Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira