Karen: Vörn sem fá landslið spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 11:00 Karen Knútsdóttir í landsleik fyrr á árinu. vísir/valli „Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
„Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira