Sýningin Svartmálmur í skoti Ljósmyndasafnsins Benedikt Bóas skrifar 31. maí 2018 08:00 Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda. Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, verður opnuð í dag klukkan 17. Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað „black metal“ eða svartmálms-senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“. Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn í hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms-tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða. Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs. Meðan á sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks-tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang! Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal. Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014 til 2017. Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Svartmálmur, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, verður opnuð í dag klukkan 17. Undanfarin þrjú ár hefur Hafsteinn Viðar Ársælsson markvisst ljósmyndað „black metal“ eða svartmálms-senuna á Íslandi undir dulnefninu „Verði Ljós“. Heimurinn í kringum þessa tónlistarstefnu virkar á marga sem óaðgengilegur og dularfullur og er því mjög áhugavert fyrir almenning að fá innsýn í hann. Svartmálmur gegnir lykilhlutverki í landslagi neðanjarðartónlistar og nýtur vinsælda víða um heim. Þrátt fyrir landfræðilega einangrun hefur svartmálmstónlist blómstrað á Íslandi síðastliðinn áratug og klifið upp metorðastigann erlendis. Má þar vafalaust þakka þekktum íslenskum svartmálms-tónlistarútgáfufyrirtækjum, hátíðum á borð við Eistnaflug og Oration og einnig alþjóðlega þekktum hljómsveitum sem hafa borið hróður þessarar tónlistar víða. Á sýningunni eru meðal annars að finna myndir sem teknar eru undir formerkjum skrásetningar og skáldskapar af hljómsveitum eins og Mismþyrmingu, Nöðru, Nyiþ, Sinmara, Svartadauða og Wormlust, sólóverkefni ljósmyndarans sjálfs. Meðan á sýningu stendur verður til sölu í safnbúð safnsins samnefnd bók sem komin er út, en hún hefur nú þegar fengið mikla umfjöllun í erlendum miðlum og viðtöl birst við Hafstein Viðar í blöðum á borð við Washington Post og í þungarokks-tónlistartímaritunum Revolver og Kerrang! Einnig hefur hún hlotið umfjöllun í British Photo Journal. Hafsteinn Viðar stundaði nám við Ljósmyndaskólann á árunum 2014 til 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Eistnaflug Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“