Allt á öðrum endanum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 19:00 Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Dagskrá Alþingis fór öll úr skorðum í dag eftir að stjórnarliðar lögðu fram frumvarp um lækkun veiðigjalda upp á um þrjá milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um ólýðræðisleg vinnubrögð og virðingarleysi við Alþingi og verið sé að hygla útgerðinni. Það eru aðeins örfáir dagar eftir af þingstörfum en meðal annars liggur fyrir að afgreiða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára. En í gær lagði meirihluti atvinnunefndar fram frumvarp um milljarða lækkun veiðigjalda vegna versnandi afkomu útgerðarinnar. Að auki er nýkomið fram ítarlegt frumvarp um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir þinghlé. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar beindi orðum sínum sérstaklega að Vinstri grænum í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag. „Á einum degi án röksemda, án útreikinga, án skýringa á að fella niður veiðigjöld á kolmuna sem nemur 459 milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn sendir sprengju inn í viðkvæma stöðu. Enn er málið óleyst. Þetta er færsla frá Svandísi Svavarsdóttur hæstvirtum ráðherra frá 4 júlí 2013,” sagði Logi og bætti við: „Hér erum við að horfa upp á að það á að lauma á síðustu metrunum í gegn lækkun, afturvirka lækkun, um 2,7 milljarða króna. Sem myndi nægja til að hækka barnabætur um 30 prósent. Gætu líka notast tilað bæta kjör öryrkja.” Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður var ein fjölmargra þingmanna sem gangrýndi stjórnarmeirihlutann. „Hér er enn eitt málið sem fær óeðlilega málsmeðferð án samráðs, án samkomulags í þessu þingi. Í krafti meirihluta þings sem hafði það að loforði sínu að efla Alþingi,” sagði Sunna.Kemur ekki á óvart fyrir hverja er unnið Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar minnti á að einugnis væru þrír dagar eftir af þingstörfum samkvæmt starfsáætlun. Forseti þingsins teldi þetta eðlileg vinnubrögð. „Það er allt í uppnámi vegna þess að meirihlutinn hefur ekki staðið við orð sín. Það kemur mér ekkert á óvart fyrir hverja þar er unnið þótt einhverjir hafi lýst furðu sinni á því,” sagði Hanna Katrín. Inga Sæland formaður Flokks fólksins lýsti furðu sinni á þessum vinnubrögðum. Einfaldara hefði verið að bera upp breytingartillögu við gildandi lög til að koma til móts við þrengri stöðu minni útgerða. „Ég er gersamlega orðlaus. Ég átta mig ekki á; td. rökin fyrir því að reyna að keyra þetta frumvarp í gegn núna algerlega á ljóshraða án þess að nokkur hafi getað rönd við reist,” sagði Inga Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna mælir fyrir frumvarpinu en ekki Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Hún sagði nauðsynlegt að taka á vanda minni útgerða. „Ég get alveg tekið undir að þetta mál er komið allt of seint fram. Ég tek bara hjartanlega undir það. Það hefði átt að vera komið fyrir löngu síðan,” sagði Lilja. Enda hefði málið verið til umræðu í atvinnuveganefnd frá því í janúar. Þótt verið væri að lækka veiðigjöld einstakra tegunda þá myndu gjöldin gefa meira af sér í ríkissjóð á næsta ári en á yfirstandandi ári.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan æf vegna fyrirhugaðrar lækkunar veiðigjalda Hart sótt að ríkisstjórninni. 31. maí 2018 10:49