Ríkisskattstjóri hefur birt lista yfir 40 hæstu skattgreiðendur Íslands á árinu 2018. Enn sitja í efstu sætum aðilar úr sjávarútvegi. Þá vekur athygli að skattadrottning ársins, Sigríður Vilhjálmsdóttir, er 89 ára gömul. Hún seldi stóran hlut sinn í fiskveiðihlutafélaginu Venus sem hefur tengsl við HB granda.
Í öðru til fjórða sæti á listanum eru Sigurður Sigurbergsson, Magnús Soffaníasson og Rúnar Sigtryggur Magnússon sem allir eru tengdir útgerðinni Soffanías Cecilsson í Grundarfirði, en Fisk Seafood keypti öll hlutabréf í fyrirtækinu í fyrra.
Ljóst er að í efstu sætum sitja aðilar tengdir Sjávarútvegi líkt og ríkjandi hefur verið síðustu ár.
Þá sitja neðar á listanum kunnuleg nöfn á borð við Róbert Wessman, forstjóra Alvogen og Liv Bergþórsdóttur, forstjóra Nova.
Á morgun verður tekjublað Frjálsrar verslunar gefið út, en þar verður hægt að kynna sér nánari upplýsingar um skattgreiðendur.

