Þöggum ekki byltinguna – fögnum henni! Nichole Leigh Mosty skrifar 20. maí 2018 17:08 Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Nichole Leigh Mosty Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mig langar að velta upp nokkrum spurningum sem ég tel að við þurfum öll að taka til umhugsunar. Hvernig stendur á því að þegar þolendur ofbeldis, áreitni og mismununar standa loksins saman og rísa upp, þá vilja sumir fara í slag við þá? Af hverju í ósköpunum þykir fólki eðlilegt að krefjast afsökunarbeiðni frá fólki sem stendur vörð um mannréttindi og krefst umbóta til að tryggja öruggt samfélag? Hvað þarf eiginlega til að við förum ekki ofaní skotgrafir heldur vinnum saman að því að uppræta og útrýma mismunun og ofbeldismenningu samfélagsins? Íslenskt samfélag verður að horfast í augu við byltinguna sem við stöndum í akkúrat núna. Byltingu sem er sennilega ekki nema rétt hálfnuð. Þessi bylting snýst ekki bara um hvítan femínisma, heldur snýst hún um mismunun sem gegnsýrir allt samfélagið okkar. Mismunun, áreitni og ofbeldi á sér stað vegna kynferðis, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, uppruna, aldurs, líkamlegrar og/eða andlegrar fötlunar, litarháttar og jafnvel tungumálakunnáttu. Þolendur eru allskonar og hafa þagað allt of lengi. Ég þakka fyrir að byltingin sé hafin og ætla að gerast svo djörf að fullyrða að það voru hugrakkar konur sem hófu þessa byltingu. Við ákváðum að standa saman, segja frá reynslu okkar og krefjast aðgerða. Það eru til konur sem hafa sýnt ómetanlega þrautsegju í að leiða og styðja byltinguna þar sem sumar hafa verið meira áberandi en aðrar. Við eigum að þakka þeim í stað þess að þagga niður í þeim. Við verðum að læra af þeim sögum sem komið hafa fram og horfast í augu við þá verknaði sem hafa átt sér stað í skjóli þagnar í samfélaginu okkar í allt of langan tíma. Það er ótrúlega erfitt að viðurkenna allt óréttlætið, að fólk hafi liðið fyrir ofbeldi, áreitni og mismunun í okkar góða samfélagi, og ekki síður að horfast í augu við að kerfið hefur brugðist. Við megum samt ekki hrökkva í vörn eða detta í skotgrafirnar. Við verðum að halda áfram að vinna með þessar frásagnir, læra af þeim, breyta kerfinu og samfélaginu öllu. Stjórnvöld hafa vissulega brugðist við á ákveðnum sviðum. Við höfum séð aðgerðir, stefnubreytingar, áætlanir, lagabreytingar, starfshópa, málþing og ráðstefnur spretta upp. Ég hef fulla trú á að við eigum eftir að sjá meira og að okkur takist um að búa til betra samfélag. Ti þess verðum við að koma í veg fyrir pólaríseringu umræðunnar. Hún má ekki snúast um karlmennsku vs. femínisma, yfirvald vs. almenning, Íslendinga vs. fólk af erlendum uppruna, gagnkynhneigð vs. samkynhneigð, fatlað fólk vs. ófatlað fólk o.s.frv. Umræðan þarf að vera um alvöru jafnrétti þar sem einstaklingar á Íslandi mætast og tala saman af virðingu hvert fyrir öðru og skapar saman réttlátt kerfi og samfélag. Stöndum saman í að læra af byltingunni og tökum höndum saman um að finna lausn. Verum þakklát, ræðum saman og búum til betra samfélag. Höfundur er fyrrverandi Alþingiskona og skipar 24. sæti hjá Kvennaheyfingu
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun