Deyfð yfir kosningabaráttunni að mati prófessors í stjórnmálafræði Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 14:45 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Vísir/Stefán Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Deyfð hefur verið yfir kosningabaráttunni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar að mati prófessors í stjórnmálafræði. Greina megi minni áhuga kjósenda og fjölmiðla, en skoðanakannanir hafa verið gerðar í helmingi færri sveitarfélögum en 2014.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur.Vísir/AuðunnÍ skoðanakönnunum undanfarinna vikna hefur mátt merkja talsverðan fjölda svarenda sem ekki tekur afstöðu eða hyggst ekki kjósa í kosningunum næsta laugardag. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir nokkra deyfð hafa verið yfir kosningabaráttunni – sem hafi verið heldur tíðindalítil. „Hins vegar hefur mér svona fundist stærstu fjölmiðlarnir vera að koma svolítið öflugt inn með umfjallanir um bæjarfélög víða um landið, þannig að það virðist sem þetta sé svona styttri aðdragandi en kannski með meiri krafti en áður,“ segir Grétar.Sjá einnig: Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Hann bendir á að skoðanakannanir og umræður sem spinnast í kringum þær séu ágætur mælikvarði á áhuga, en slíkar kannanir hafi verið mun minna áberandi nú en síðast. „Fyrir síðustu kosningar voru gerðar kannanir í þrettán stærstu sveitarfélögunum á landinu. Það sem af er, þegar eru ekki nema fimm dagar í kosningar, þá er búið að gera kannanir í sex sveitarfélögum,“ bendir Grétar á. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag kom fram að fleiri hefðu kosið utan kjörfundar en á sama tíma 2014. Aftur á móti benti það ekki endilega til aukinnar þátttöku, heldur hefði kjósendum einfaldlega fjölgað. Grétar segir erfitt að slá því föstu að kjörsókn verði minni nú en áður, en þó sé ýmislegt sem bendi til þess. Þannig hafi verið kosið óvenju oft til þings undanfarin ár og stutt frá síðustu Alþingiskosningum. Þá geti áhugaleysi yngri kjósenda einnig spilað inn í. „Það má vel vera að unga fólkinu finnist þessi málefni sem tekist er á um svona í þeirra næsta umhverfi séu kannski ekki jafn merkileg og landsmálin,“ segir Grétar að lokum.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45 Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00 Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Samfylkingin og Píratar gætu myndað tveggja flokka meirihluta í borginni Baráttan milli framboða með minnsta fylgið gæti orðið hörð þar sem nokkur atkvæði til eða frá gætu skipt sköpum. 17. maí 2018 19:45
Góð kjörsókn utankjörfundar í Smáralind Sviðsstjóri hjá embættinu reiknar með að um sextán þúsund manns greiði þar atkvæði fyrir kjördag. 18. maí 2018 20:00
Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. 18. maí 2018 07:00