Voru tæknifræðingur og dýralæknir með mikinn áhuga á fluguveiði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. maí 2018 20:15 Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Vísir/Pjetur Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ferðamennirnir sem létust eftir veiðiferð í Þingvallavatni í gær voru frá borginni La Crescent í Minnesota í Bandaríkjunum. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greina frá þessu og birtu einhverjir miðlar nöfn þeirra og myndir. Um var að ræða hjón á fimmtugsaldri sem voru á ferðalagi hér á landi og kemur fram á fréttavefnum WKOW 27 að maðurinn hafi starfað sem tæknifræðingur en konan sem dýralæknir. MBL sagði fyrst frá. Kemur fram á erlendum miðlum að þau hafi verið mikið áhugafólk um fluguveiði. Hjónin voru við veiðar í vöðlum við Villingavatnsós þegar slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu skrikaði konunni fótur og féll út í vatnið og maðurinn reyndi að bjarga henni en örmagnaðist. Viðbragðsaðilar fundu fólkið eftir þónokkra leit í vatninu. Þau voru flutt á sjúkrahús og síðar úrskurðuð látin. Aðstandendur óskuðu eftir því við lögregluna á Suðurlandi að nöfn þeirra yrðu ekki birt í tilkynningu lögreglunnar. Einn fjölskyldumeðlimur skrifaði færslu á Facebook þar sem tilkynnt var um fráfall hjónanna. Þar kemur meðal annars fram að þau hafi verið einstök og góð við alla sem þau hittu. „Þau elskuðu fjölskyldur sínar, vini, vinnufélaga, kettina og hundana sína og umfram allt hvort annað.“ Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag var þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna laust eftir hádegi í gær. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Lögreglumál Tengdar fréttir Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13 Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31 Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. 21. maí 2018 18:13
Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Þrír kafarar ásamt kafarabíl og bát voru sendir á vettvang. 20. maí 2018 12:31
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56