Cleveland jafnaði með stórleik LeBron Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. maí 2018 06:48 LeBron James átti enn einn frábæra leikinn vísir/getty LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið jafnaði úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Cavaliers vann leikinn 111-102 og er staðan í einvíginu jöfn 2-2. James skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Heimamenn í Cleveland voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og fóru með 34-18 forystu að honum loknum. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leihluta og var staðan 53-68 fyrir Cleveland þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.LeBron James erupts for 44 PTS (his 6th 40+ point game in the 2018 postseason) to help the @cavs win Game 4 and tie the series 2-2! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/07gQaxUYkW — NBA (@NBA) May 22, 2018 Gestirnir frá Boston gerðu áhlaup í fjórða leikhluta knúnir áfram af Jaylen Brown sem var með 25 stig í leiknum. Leikmenn Boston dreifðu stigaskorinu nokkuð jafnt og voru allir leikmenn þeirra sem á annað borð skoruðu með tveggja stafa tölu í stigaskori. Þeir komust þó aldrei mikið nær en tíu stigum og Cleveland hélt sigurinn út. Cleveland þarf nú að sækja sigur til Boston þar sem Celtics er ósigrað í úrslitakeppninni til þessa. „Við vitum að stuðningsmenn þeirra eru mjög háværir og þetta er ekki vinalegt umhverfi. En við þurfum að vera með hausinn rétt stilltan og þá getum við unnið,“ sagði James eftir leikinn. James bætti met Kareem Abdul-Jabbar í körfum skoruðum í úrslitakeppni NBA deildarinnar og náði sínum 25. leik á ferlinum í úrslitakeppni þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig.Kevin Love picks out LeBron James with the full court chest pass in tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/GjoqgqSsFE — NBA (@NBA) May 22, 2018 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland Cavaliers þegar liðið jafnaði úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Cavaliers vann leikinn 111-102 og er staðan í einvíginu jöfn 2-2. James skoraði 44 stig í leiknum ásamt því að taka fimm fráköst og gefa þrjár stoðsendingar. Heimamenn í Cleveland voru mun sterkari í fyrsta leikhluta og fóru með 34-18 forystu að honum loknum. Nokkuð jafnt var á með liðunum í öðrum leihluta og var staðan 53-68 fyrir Cleveland þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik.LeBron James erupts for 44 PTS (his 6th 40+ point game in the 2018 postseason) to help the @cavs win Game 4 and tie the series 2-2! #WhateverItTakes#NBAPlayoffspic.twitter.com/07gQaxUYkW — NBA (@NBA) May 22, 2018 Gestirnir frá Boston gerðu áhlaup í fjórða leikhluta knúnir áfram af Jaylen Brown sem var með 25 stig í leiknum. Leikmenn Boston dreifðu stigaskorinu nokkuð jafnt og voru allir leikmenn þeirra sem á annað borð skoruðu með tveggja stafa tölu í stigaskori. Þeir komust þó aldrei mikið nær en tíu stigum og Cleveland hélt sigurinn út. Cleveland þarf nú að sækja sigur til Boston þar sem Celtics er ósigrað í úrslitakeppninni til þessa. „Við vitum að stuðningsmenn þeirra eru mjög háværir og þetta er ekki vinalegt umhverfi. En við þurfum að vera með hausinn rétt stilltan og þá getum við unnið,“ sagði James eftir leikinn. James bætti met Kareem Abdul-Jabbar í körfum skoruðum í úrslitakeppni NBA deildarinnar og náði sínum 25. leik á ferlinum í úrslitakeppni þar sem hann skorar að minnsta kosti 40 stig.Kevin Love picks out LeBron James with the full court chest pass in tonight's #AssistOfTheNight! #WhateverItTakespic.twitter.com/GjoqgqSsFE — NBA (@NBA) May 22, 2018
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira