Theresa May minntist þeirra sem fórust í árásinni í Manchester Birgir Olgeirsson skrifar 22. maí 2018 23:49 Theresa May við tré vonar í Manchester þar sem minningarathöfn var haldin í dag vegna þeirra sem fórust í sprengjuárásinni í fyrra. Vísir/Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var fyrr í kvöld viðstödd minningarathöfn vegna þeirra sem fórust í sjálfsvígsprengjuárás í Manchester í fyrra. Sprengjuárásin átti sér stað á tónleikum bandarísku tónlistarkonunnar Ariönu Grande á leikvanginum Manchester Arena 22. maí í fyrra þar sem 22 fórust. Var um að ræða mannskæðustu árás í Bretlandi frá árinu 2005. Vilhjálmur Bretaprins var einnig viðstaddur minningarathöfnina í Manchester í kvöld en til viðbótar við þá 22 sem fórust særðust 500 í árás hins 22 ára gamla Salman Abedi. Á meðal fórnarlamba í árásinni voru sjö börn, það yngsta átta ára gamalt. Minningarathöfnin átti sér stað í dómkirkjunni í Manchester og stóð yfir í um klukkustund. Ásamt minningarathöfninni var fórnarlambanna minnst með mínútuþögn á meðal allra Breta. Vilhjálmur Bretaprins las upp úr Biblíunni og hitti aðstandendur fórnarlambanna. Theresa May ritaði grein um árásina sem birt var í síðdegisblaðinu Manchester Evening News Þar sagði hún árásina vera viðurstyggilegan heigulshátt. „Henni var ætlað að skjóta ótta í hjörtu okkar og vega að gildum okkar og lífsháttum í einni af okkar líflegustu borgum,“ sagði May en bætti við að tilraun árásarmannsins til að buga Breta hafi mistekist. Sprengjuárásin í Manchester var ein af fimm árásum í Bretlandi í fyrra þar sem alls 36 létu lífið. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, var fyrr í kvöld viðstödd minningarathöfn vegna þeirra sem fórust í sjálfsvígsprengjuárás í Manchester í fyrra. Sprengjuárásin átti sér stað á tónleikum bandarísku tónlistarkonunnar Ariönu Grande á leikvanginum Manchester Arena 22. maí í fyrra þar sem 22 fórust. Var um að ræða mannskæðustu árás í Bretlandi frá árinu 2005. Vilhjálmur Bretaprins var einnig viðstaddur minningarathöfnina í Manchester í kvöld en til viðbótar við þá 22 sem fórust særðust 500 í árás hins 22 ára gamla Salman Abedi. Á meðal fórnarlamba í árásinni voru sjö börn, það yngsta átta ára gamalt. Minningarathöfnin átti sér stað í dómkirkjunni í Manchester og stóð yfir í um klukkustund. Ásamt minningarathöfninni var fórnarlambanna minnst með mínútuþögn á meðal allra Breta. Vilhjálmur Bretaprins las upp úr Biblíunni og hitti aðstandendur fórnarlambanna. Theresa May ritaði grein um árásina sem birt var í síðdegisblaðinu Manchester Evening News Þar sagði hún árásina vera viðurstyggilegan heigulshátt. „Henni var ætlað að skjóta ótta í hjörtu okkar og vega að gildum okkar og lífsháttum í einni af okkar líflegustu borgum,“ sagði May en bætti við að tilraun árásarmannsins til að buga Breta hafi mistekist. Sprengjuárásin í Manchester var ein af fimm árásum í Bretlandi í fyrra þar sem alls 36 létu lífið.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira