Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar