Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00