Bættu við sig fimm prósenta hlut í Stoðum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Stærsti hluthafi Stoða, fjárfestahópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðssyni, Einari Erni Ólafssyni og Magnúsi Ármann, keypti 4,6 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu af erlendum fjármálastofnunum á seinni hluta síðasta árs. Hópurinn átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoðum í lok ársins. Fjárfestahópurinn keypti umræddan eignarhlut í gegnum félagið S121 af fjármálastofnunum Tavira Securitas og Lux CSD. Eins og upplýst var í Markaðinum í síðustu viku munu Stoðir á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum, meðal annars ýmsum íslenskum lífeyrissjóðum og erlendum fjármálastofnunum, tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. Eigið fé fjárfestingarfélagsins er um átján milljarðar króna en félagið fékk í lok síðasta mánaðar greiddar um 144 milljónir evra fyrir tæplega 8,9 prósenta hlut sinn í evrópska drykkjaframleiðandanum Refresco. Eins og kunnugt er eignaðist fjárfestahópurinn, sem samanstendur af einkafjárfestum auk tryggingafélagsins TM, ríflega helmingshlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta árs. Næststærsti hluthafi Stoða er Arion banki með 16,4 prósenta hlut og þá fer Landsbankinn með 13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir að bankarnir muni losa um bréf sín í félaginu á næstunni, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hagnaður Stoða nam 5,4 milljörðum króna á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en til samanburðar var afkoman neikvæð um 4,8 milljarða árið áður. Félagið lauk nauðasamningum árið 2009 og hefur frá þeim tíma unnið að því að umbreyta eignum í reiðufé og greiða út til hluthafa. Líkt og Markaðurinn hefur greint frá hefur hins vegar verið ákveðið að breyta tilgangi félagsins og halda starfsemi þess áfram sem fjárfestingarfélagi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn sköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Sjá meira
Stoðir bjóðast til að kaupa út smærri hluthafa Stoðir, sem eru í meirihlutaeigu meðal annars Jóns Sigurðssonar, Einars Arnar Ólafssonar og Magnúsar Ármanns í gegnum eignarhaldsfélagið S121, munu á næstu vikum gera öllum minni hluthöfum tilboð um að kaupa bréf þeirra í félaginu. 16. maí 2018 06:00