Ólíklegt að Aron Rafn verði áfram í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2018 14:00 Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum í Kaplakrika. vísir/andri marinó Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Íslandsmeistara ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, mun að öllum líkindum ekki endurnýja samninginn sinn við Eyjamenn sem rennur út í byrjun næsta mánaðar. Aron fór á kostum með Eyjaliðinu eftir áramót og stóð uppi á endanum sem Íslandsmeistari og besti markvörður úrslitakeppninnar en hann lokaði markinu í úrslitakeppninni og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum.Sjá einnig:Fannar og Donni til Eyja „Ég er með samning í viku í viðbót í Eyjum en það er ólíklegt að ég verði þar áfram þó svo að ég útiloki ekki neitt. Það er náttúrlega ekkert eðlilega vel hugsað um mann hjá ÍBV en hugurinn leitar helst út,“ segir Aron Rafn við Vísi. Aron kom heim úr atvinnumennsku í Þýskalandi fyrir síðustu leiktíð en hann hafði einnig leikið í Svíþjóð þaðan sem hann fór út frá uppeldisfélagi sínu Haukum. Nú vill hann reyna aftur fyrir sér erlendis.Aron Rafn Eðvarðsson MVP 8.22 í einkunn - 15.5 varðir - 39.7%#handbolti#olisdeildin@ibvhandbolti@Seinnibylgjan — HBStatz (@HBSstatz) May 19, 2018 „Ég er að vinna í því að komast út en ég ætla ekki út bara til að fara út. Það þarf eitthvað spennandi að vera í boði,“ segir Aron Rafn sem hefur verið einn í Vestmannaeyjum í vetur þar sem kærasta hans býr á fasta landinu. Aron segir umboðsmann sinn vera að vinna í sínum málum en lítið er að gerast þessa stundina. „Ég er orðinn svo gamall að ég veit alltaf hvaða tilboð og þreyfingar eru alvöru og hvað ekki. En, svo getur allt breyst á morgun þess vegna,“ segir Aron. Hafnfirðingurinn, sem verður 29 ára í september, var valinn í 30 manna landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leikina gegn Litháen í umspili um sæti á HM 2019. Þar stefnir hann að því að endurheimta sæti sitt í aðalhópnum sem Ágúst Elí Björgvinsson hirti af honum fyrir síðasta EM. „Þarf maður ekki að klára þetta dæmi og koma okkur á HM? Svo sér maður til hvað gerist í þessum málum hjá mér,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Fleiri fréttir Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Sjá meira
Fannar og Donni til Eyja Íslandsmeistararnir láta strax til sín taka á leikmannamarkaðnum í Olís-deild karla. 23. maí 2018 10:30