Verjandi Weinsteins á erfitt verk fyrir höndum: „Hann er táknmynd níðingsins“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 19:46 Lögfræðingar eru sammála um að Ben Brafman, verjandi Weinsteins, eigi erfitt verk fyrir höndum. vísir/afp Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Ben Brafman, verjandi Harveys Weinstein, lét í það skína að hann hygðist beita sömu aðferð í máli Weinsteins og hann notaði í máli Dominique Strauss-Kahn frá árinu 2011 en í því máli réðist Brafman að trúverðugleika kærandans. „Þau höfðu náin kynni, þetta varði stutt, var með fullu samþykki og hún var viljugur þátttakandi,“ segir hann um mál Strauss-Kahn í samtali við Reuters. Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein, sem gaf sig fram við lögreglu í gærmorgun, er laus gegn milljón dala tryggingu. Lögregluyfirvöld í New York hafa undanfarna mánuði rannsakað ásakanir á hendur honum. Hann er ákærður í þremur ákæruliðum; fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum. Fyrir utan dómshúsið í Manhattan sagði Brafman „Ef þú berð saman vitnisburði ákærenda við fyrri framburð er ljóst að kviðdómurinn mun ekki trúa þeim, að því gefnu að tólf manna kviðdómurinn samanstandi af heiðarlegum manneskjum sem eru ekki helteknar af þessari hreyfingu sem virðist hafa yfirtekið þetta tiltekna mál.“ Ben Brafman, er verjandi Weinsteins en hann varði einnig Dominique Strauss-Kahn fyrir rétti.vísir/afp Brafman segir að það liggi fyrir að umbjóðandi sinn muni ekki játa sig sekan. Hann hafi frá upphafi neitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. „Það er mjög algeng vörn í nauðgunar-og kynferðisofbeldismálum að grafa undan trúverðugleika ákærenda með gagnprófun sem endar jafnan í „hann sagði – hún sagði“ viðkvæðinu,“ segir Lisa Linsky, lögfræðingur í New York, sem segist viss um að Brafman muni láta það líta þannig út fyrir dómi að konurnar hafi kært Weinstein til þess að öðlast frægð og peninga. Sitt sýnist hverjum um möguleika BrafmansBennett Gershman, prófessor í lögfræði í New York, segir Brafman eiga, vægt til orða tekið, erfitt verk fyrir höndum, „risavaxið og jafnvel óyfirstíganlegt,“ bætir Gershman við. Weinstein sé orðin táknmynd níðingsins og hann er sannfærður um að málið sé dæmt til glötunar frá upphafi. Það besta sem Brafman gæti gert fyrir umbjóðanda sinn væri að svara fyrir ákæruatriðin og semja um lyktir málsins þannig að hann þurfi ekki að mæta fyrir rétt. Slíkur samningur myndi þó alltaf fela í sér fangelsisvist, að mati Gershmans. Roy Black, verjandi í New York, telur þó ekki raunhæft að Brafman geti samið.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Harvey Weinstein búinn að gefa sig fram við lögreglu í New York Weinstein hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni undanfarna mánuði vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. 25. maí 2018 11:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34