„Hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 00:47 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm „Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
„Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45