„Hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2018 00:47 Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í myndveri Stöðvar 2 í kvöld. vísir/vilhelm „Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
„Ég vil nú ekki segja að Eyþóri eða Sjálfstæðisflokknum hafi tekist að fella þennan meirihluta vegna þess að það á eftir að telja,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, í beinni útsendingu í kosningasjónvarpi Stöðvar tvö nú fyrir skemmstu. „Hann er fallinn,“ heyrðist þá í Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins, en eins og greint hefur verið frá er meirihlutinn í Reykjavík fallinn miðað við fyrstu tölur. „Hvað kemur upp úr kjörkössunum þegar allt hefur verið talið, það er niðurstaðan. Þetta eru fyrstu tölur. Þannig að ég hef það fyrir venju að hrósa aldrei happi of snemma. Þetta er auðvitað ánægjulegt engu að síður. Það lá fyrir að Björt framtíð býður ekki fram þannig að það eru þrír flokkar sem halda áfram, Vinstri græn, Píratar og Samfylkingin sem mynda þennan meirihluta með Bjartri framtíð sem er horfin af sjónarsviðinu. Þannig að eitthvað fara þá þau 14 prósent,“ sagði Líf og minntist á að í Viðreisn væri meðal annars fólk sem hefði starfað innan Bjartrar framtíðar. Ef úrslitin verða eitthvað í líkingu við stöðuna eins og hún er nú yrði Viðreisn í oddastöðu þegar kæmi að myndun meirihluta með tvo menn í borgarstjórn en Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti flokksins, vildi í samtali við Vísi í kvöld ekkert gefa upp um það hvort hún tæki Eyþór eða Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar, með sér í bústað.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Vaktin: Íslendingar ganga til kosninga Vísir greinir frá nýjustu tíðindum frá kjördegi um leið og þau berast. 26. maí 2018 06:45