Eyþór segir að það væri óráð að sparsla meirihlutanum saman Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2018 12:33 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar. Kosningar 2018 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að það væri óráð fyrir þá flokka sem nú stýra borginni að reyna að mynda aftur meirihluta með aðkomu nýrra flokka enda séu úrslit kosninganna ákall um breytingar. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar segir að Viðreisn sé í lykilstöðu. Samfylkingin muni freista þess að mynda meirihluta á grunni þeirrar stefnu sem unnið var eftir á síðasta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna í Reykjavík með 30,8 prósent atkvæðanna og átta borgarfulltrúa kjörna. Flokkurinn bætti við sig rúmlega 5 prósentustigum frá kosningunum 2014. Eyþór Arnalds oddviti flokksins í Reykjavík segir að úrslitin séu ákall um breytingar í Reykjavík.Hvernig metur þú stöðu ykkar til að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? „Mjög sterka. Sérstaklega finn ég að borgararnir vilja breytingar með okkur og nýju flokkunum. Þessi breyting á stöðunni í borginni almennt er stórkostleg. Allir meirihlutaflokkarnir standa frammi fyrir því að þeirra umboð er farið og ég er mjög bjartsýnn á breytingar,“ segir Eyþór. Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað meirihluta með Viðreisn, Miðflokknum og Flokki fólksins, svo dæmi sé tekið. Sá meirihluti hefði tólf borgarfulltrúa og eins manns meirihluta í borgarstjórn. Það hvaða meirihluti er myndaður í Reykjavík veltur á því hvað Viðreisn vill gera en Viðreisn er í algjörri lykilstöðu og getur myndað meirihluta til hægri og vinstri. „Það er náttúrulega búið að sparsla þennan meirihluta áður. Hann féll fyrir fjórum árum og núna eru menn að tala um að gera það aftur (laga hann innsk.blm). Ég held að það séu ekki skilaboð frá kjósendum. Kjósendur eru að biðja um breytingar og ég held að það væri óráð fyrir þennan meirihluta að reyna að halda áfram. Ég held að það væri best að breyta og hlusta á kjósendur, íbúana,“ segir Eyþór Arnalds. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.Vísir/fréttir Stöðvar 2„Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu“ Samfylkingin tapar sex prósentustigum frá kosningunum 2014. Flokkurinn fékk 25,9 prósent og er næstærsti flokkurinn í borginni með sjö borgarfulltrúa kjörna. Ljóst er að núverandi meirihluti er fallinn en engu að síður er Samfylkingin í stöðu til að mynda áfram meirihluta. Til dæmis hefði meirihlut Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar tólf borgarfulltrúa. „Svona miðað við kosningabaráttuna þá sýnist mér, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengð átta fulltrúa og við sjö, að þá sé sú sýn á þróun borgarinnar og þau stóru verkefni sem tengjast henni sem að Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lögðu áherslu á einungis með níu fulltrúa en aðalskipulagið, þróun borgarinnar inn á við og áhersla á borgarlínu og fleira, hafi allavega tólf fulltrúa og meirihluta í nýrri borgarstjórn. En auðvitað er Viðreisn í ákveðinni lykilstöðu. Ég hugsa að það skýrist með deginum hvernig þessar línur liggja. Það er hlutverk okkar að reyna að mynda meirihluta um þá stefnu sem við stöndum fyrir og við munum freista þess að ná því að sjálfsögðu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar.
Kosningar 2018 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira