Þjálfari Cleveland Cavaliers: Besti leikur LeBrons á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2018 17:15 LeBron James sýndi enn á ný snilli sína í nótt. Vísir/Getty LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
LeBron James á að baki margar rosalegar frammistöður á löngum og glæsilegum ferli sínum í NBA-deildinni og hann bætti einum við í nótt þegar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fjórða árið í röð. Cleveland Cavaliers vann þá Boston Celtics á útivelli í hreinum úrslitaleik um sæti í lokaúrslitunum þar sem liðið mætir annaðhvort Golden State Warriors eða Houston Rockets. LeBron James spilaði allar 48 mínúturnar í 87-79 sigri Cleveland Cavaliers og var með 35 stig, 15 fráköst, 9 stoðsendingar og 2 varin skot.LeBron James helps the @cavs reach the #NBAFinals with 35 PTS, 15 REB, 9 AST in Game 7! LBJ has scored 30 or more points in six Game 7s, the most such games in #NBAPlayoffs history. #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/HTF21ljDHD — NBA.com/Stats (@nbastats) May 28, 2018 Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, var ánægður í leikslok og sparaði ekki stóru orðin í viðtölum við fjölmiðla. „Þetta er hans besti leikur á ferlinum. Hann hefur átt marga svakalega leiki á glæsilegum ferli en ef við tökum inn kringumstæðurnar, alla sögu Boston og að við vorum að mæta vel þjálfuðu og ungu liði sem hafði ekki tapað á heimavelli þá kemst ég að þessari niðurstöðu,“ sagði Tyronn Lue. Boston Celtics liðið hafði unnið tíu fyrstu heimaleiki sína í úrslitakeppninni í ár fyrir þennan leik og þar af þrjá heimaleiki á móti Cleveland með 17 stigum að meðaltali í leik.LeBron James has won 6 straight Game 7s and moves to 6-2 in Game 7s in his career. This will be his 8th straight NBA Finals appearance. James will become the 6th player in NBA history to play in 8 straight Finals (joining 5 players from Celtics teams of the 1950s-60s). pic.twitter.com/HUnKXKu3sO — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 28, 2018 LeBron James er kominn í lokaúrslitin áttunda árið í röð og sjaldan hefur hann borið uppi lið eins og hann gerir í ár. Það hjálpaði ekki heldur til að næstbesti leikmaður liðsins, Kevin Love, missti af nær öllum leik sex og var heldur ekki með í nótt. LeBron James endaði einvígið á móti Boston Celtics með 33,6 stig, 9,0 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann skoraði 34,0 stig að meðaltali í leik í einvíginu á móti Toronto Raptors og var með 34,4 stig í leik í fyrstu umferðinni á móti Indiana Pacers.The evolution of LeBron in the NBA Finals. pic.twitter.com/N2voVuKKVs — ESPN (@espn) May 28, 2018
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn