Segir hvorki ríki né borg hafa sýnt fram á að þau hafi efni á Borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 16:45 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“ Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“
Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Sjá meira
Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46
Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29