Segir hvorki ríki né borg hafa sýnt fram á að þau hafi efni á Borgarlínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. maí 2018 16:45 Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“ Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, segir að hvorki ríkið né Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi sýnt fram á að þau hafi úr þeim fjármunum að spila sem þurfi til þess að hrinda hugmyndum um Borgarlínu í framkvæmd. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði Bjarna út í málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vakti Sigmundur athygli á því að ekki væri gert ráð fyrir fjármagni vegna Borgarlínu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem er til næstu fimm ára. Spurði Sigmundur þá hvort að í ljósi þess mætti gera ráð fyrir að „einhverjar stórar ákvarðanir“ yrðu teknar um borgarlínuna í náinni framtíð.Samtal á milli ríkis og sveitarfélaga að hefjast Svaraði Bjarni því að þetta mál væri afar skammt á veg komið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Sigmundur Davíð spurði Bjarna út í Borgarlínuna.vísir/Ernir„Það er í sjálfu sér ekki lengra komið í samskiptum þessara aðila en svo að óskað var eftir því bréflega af hálfu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu að eiga samtal um þessi mál við ríkið,“ sagði Bjarni og bætti við að vel hafi verið tekið í það af hálfu ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt tillögu að breytingu á svæðisskipulagi fyrir Borgarlínuna. Borgarlínan er hitamál og snerust nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar að miklu leyti um hvort hrinda ætti hugmyndinni í framkvæmd. Reiknað er með að fyrsti áfangi kosti 44 milljarða og felur hann í sér fjórar akstursleiðir sem verða 35 kílómetrar. Alls er reiknað með að Borgarlínan verði 47 kílómetrar og kostnaðurinn verði um 65-70 milljarðar. Gerði Bjarni þennan kostnað að umtalsefni í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs. „En mér finnst og ég hef lýst því yfir áður að umræðan um borgarlínuna hafi í raun og veru farið langt fram úr öllu eðlilegu samhengi málsins. Það er einfaldlega statt þannig að bent hefur verið á leið sem menn segja að kosti 70 milljarða króna. 70 milljarðar. Við erum að tala um fjárhæð sem hefur staðið í okkur í heilan áratug að skrapa saman til að endurreisa Landspítalann. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir,“ sagði Bjarni. Bætti hann við því að honum þætti það því einkennilegt að Borgarlínan hafi verið eitt helsta málið í borgarstjórnarkosningunum. „Það er þess vegna dálítið einkennilegt að menn telji sig geta gengið til kosninga og kosið beinlínis um það þegar hvorugur aðilinn hefur sýnt fram á að hann hafi úr því að spila sem þarf til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd.“
Alþingi Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46 Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Forsætisráðherra og borgarstjóri funduðu um Borgarlínu Borgarstjóri kynnti verkefnið og stöðu þess fyrir forsætisráðherra, sem og næstu skref í samtali ríkis og borgar um samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. 15. maí 2018 18:46
Stórt skref stigið í átt að Borgarlínunni Breyting á svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu samþykkt. 7. maí 2018 14:29