Út fyrir boxið Orri Hauksson skrifar 29. maí 2018 07:00 Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt árlegri mælingu Sameinuðu þjóðanna njóta Íslendingar nú bestu fjarskipta- og tölvutækni á byggðu bóli. Þetta eru frábærar fréttir fyrir lífsgæði og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Enn þarf að gera betur. Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar hafa fjárfest myndarlega í ljósleiðaraneti undanfarna tvo áratugi, en veita einungis skertan aðgang endursöluaðila að þessu neti borgarbúa. Ólíkt öðrum sveitarfélaganetum, skilyrðir Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtæki þess aðgang að neti sínu við heildarþjónustu sem er veitt inni í þeirra eigin lokaða tækniheimi, þar sem allur virkur miðlægur búnaður er óumbreytanlegur og fyrir vikið er ekkert svigrúm til nýsköpunar og nýrrar hugsunar. Þessi flækjufótur kemur meðal annars í veg fyrir að Síminn geti veitt þjónustu um innviðina sem borgarbúar eiga saman. Þetta er mjög óheppileg aðgangshindrun af hálfu Orkuveitunnar því auðvitað vill Síminn geta boðið öllum neytendum á Íslandi þær stafrænu lausnir sem þeir óska eftir. Núverandi staða kemur til dæmis í veg fyrir að stór hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi aðgang að öllum möguleikum sjónvarpsþjónustu Símans. Til að bregðast við því höfum við hjá Símanum útbúið lausn sem kemur til móts við áhugasama áhorfendur. Þjónustan tengist beint yfir hið opna internet, óháð því hvar er tengst, og verður boðin til viðbótar hinu sérhannaða sjónvarpsafþreyingarkerfi Símans. Þannig verður hægt að nýta öll aðgangskerfi, farsímakerfi eða fastlínunet, til aðgangs að Sjónvarpi Símans Premium og annarri slíkri afþreyingu. Enn eru þó ekki allir meinbugir úr sögunni, fjöldi þjónustuþátta og þróunarmöguleika er ekki í boði um innviði almennings, á meðan skammtað er inn á þá í hinu boxaða núverandi kerfi. En einhvers staðar þarf að byrja. Við höfum sjálf getu til að bjóða nýju afurðina óháð stefnu Orkuveitu Reykjavíkur og hlökkum til að kynna þessa sveigjanlega viðbót fyrir fólki, hvar sem það er í viðskiptum eða statt. Góðu fréttirnar eru svo þær, að aðgangshindrun Orkuveitunnar má auðveldlega aflétta með einu pennastriki og koma þannig í veg fyrir frekari sóun og vannýttar fjárfestingar. Það hlýtur að gerast á kjörtímabilinu fram undan.Höfundur er forstjóri Símans
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar