Besti maður Nígeríu í gær fékk hrísgrjónapoka og mótorhjól í verðlaun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2018 09:30 William Ekong. Samsett mynd Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Nígeríumenn eru á fullu að undirbúa sig fyrir slaginn á móti Íslendingum og hinum liðum riðilsins á HM í fótbolta í Rússlandi og þeir léku vináttuleik við Kongó í gærkvöldi. Það er greinilega mikið HM-æði gripið um sig í Nígeríu og áhuginn á liðinu er mikill. Nígeríumenn voru hlaðnir gjöfum í gærkvöldi þrátt fyrir ekkert alltof góð úrslit í fyrsta vináttuleik sínum. Nígería gerði þá 1-1 jafntefli við Kongó eftir að William Ekong hafði komið liðinu í 1-0 í fyrri hálfleik. Nígeríumenn mæta íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi í næsta mánuði en það verður annar leikur íslensku strákanna á heimsmeistaramótinu. Varnarmaðurinn William Ekong var valinn besti maður leiksins í Port Harcourt í gær og hann var hlaðinn verðlaunum í leikslok. William Ekong er 24 ára gamall og leikur með Bursaspor í Tyrklandi. Fyrir að vera valinn maður leiksins þá fékk hann milljón nairur (gjaldmiðillinn í Nígeríu) og tíu hrísgrjónapoka sem honum er ætlað að gefa góðu málefni. Þar með var ekki öll sagan sögð því Ekong fékk einnig glænýtt Apache TRT 1600 mótorhjól sem og nýtt þríhjól frá styrktaraðilum nígeríska sambandsins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu nígeríska sambandsins. Nígeríska liðið náði aðeins 1-1 jafntefli í leiknum en þjálfarinn Gernot Rohr fékk einnig Apache TRT 1600 mótorhjól að gjöf. Við getum þó ekki búist við því að þeir William Ekong og Gernot Rohr mæti í leikinn á móti Íslandi á mótorhjólum en fá kannski tækifæri til að bruna um götur Nígeríu eftir HM. Nígerísku landsliðsmennirnir fara næst á námskeið í peningastjórnun og fjárfestingum og hitta síðan forseta landsins seinna um kvöldið. Landsliðið flýgur síðan til London á miðvikudaginn en liðið mun spila við Englendinga á Wembley á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira