ÍSEY skyr frá MS í útrás til Japans Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2018 13:29 Undirritun samnings. Frá vinstri Bolli Thoroddsen, forstjóri Takanawa, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, Ari Edwald, forstjóri MS, Kouji Fushimi, forstjóri Nippon Luna, Kanji Bando, aðstoðarforstjóri Nippon Ham MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
MS skrifaði í dag undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í eigu Nippon Ham, sem er eitt stærsta fyrirtæki Japans á sviði ferskra og frosinna matvæla og jafnframt fjórði stærsti kjötframleiðandi heims. Nippon Ham veltir þrettán hundruð milljörðum íslenskra króna á ári og hefur miklar væntingar um að Ísey skyr eigi eftir að styrkja stöðu þeirra á japanska mjólkurvörumarkaðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni. Þar segir að markaðurinn fyrir jógúrtvörur í Japan sé sá næst stærsti í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og velti um 5 milljörðum dollara á ári. Með hliðsjón af því og styrk viðsemjandans er þetta stærsti samningur sem MS hefur gert um framleiðslu á Ísey skyri. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Nippon Ham í dag af forstjórum Nippon Luna, MS og íslensk japanska fyrirtækisins Takanawa sem kom að gerð samningsins með MS og mun sjá um framkvæmd hans í framtíðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands og Elín Flygenring, sendiherra Íslands í Japan, voru viðstödd undirritunina.Nippon Ham er eigandi knattspyrnuliðsins Cerezo Osaka sem er eitt það sterkasta í Japan og því vel við hæfi að hópurinn brygði á leik í undirritunni í treyjum liðsins.Reist verður ný verksmiðja fyrir framleiðslu á Ísey skyri í Japan og mun sala hefjast strax í ársbyrjun 2019. Í Japan búa um 127 milljónir og þar eru 70.000 matvöruverslanir, en markmiðið er að koma Ísey skyri í sem flestar verslanir í Japan á næstu árum. Árið 2020 verða Ólympíuleikarnir haldnir í Tókýó og er von samstarfsaðila MS í Japan að fyrir þann tíma verði Ísey skyr orðið hluti af mataræði japanskra íþróttamanna. MS hefur fundið fyrir miklum áhuga frá Japan undanfarin ár og fær sendiráðið í Japan fjölda fyrirspurna um hvar sé hægt að kaupa Ísey skyr þar í landi. Þá fjallaði tímarit í eigu 7-11, stærstu verslunarkeðju Japans, nýlega um Ísey skyr þar sem vörunni var lýst á þann hátt að hér væri komin sú vara sem helst vantaði á japanska mjólkurvörumarkaðinn. Japan er það land sem önnur ríki í Asíu horfa til þegar kemur að vörunýjungum og binda ráðamenn MS vonir við að innkoma Ísey skyrs á japanskan markað muni opna asískan markað enn frekar fyrir Ísey skyr.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira