Lögmaður Trump skilyrðir viðtal við gögn um meintar „njósnir“ Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 20:12 Trump og Giuliani hafa háð harða hildi gegn sérstaka rannsakandanum sem kannar mögulegt samráð framboðs Trump við Rússa. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ekki veita sérstaka rannsakandanum sem stýrir Rússarannsókninni viðtal nema að lögmenn hans fái aðgang að gögnum um heimildarmann FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs hans árið 2016. Forsetinn hefur fullyrt án sannanna að njósnað hafi verið um framboð hans. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði við Washington Post í dag að þeir þyrftu að fá aðgang að öllum gögnum áður en þeir gætu ákveðið hvort að þeir fallist á að forsetinn veiti sérstaka rannsakandanum viðtal. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast. Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku.Ekkert komið fram sem styður ásakanirnar Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Trump hélt áfram að fá útrás fyrir gremju sína á Twitter í dag. Sakaði saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar sem fara fram í haust án frekari rökstuðnings. Þá endurtók hann möntru sína um að rannsóknin væri „nornaveiðar.“ Shepard Smith, fréttamaður hægrisinnuðu Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, sagði í dag að fréttastofa Fox hefði engar heimildir fyrir því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Engu að síður hafa ýmsir þáttastjórnendur Fox og álitsgjafar gefið samsæriskenningunni byr undir báða vængi undanfarið.Holy shit, Shep is on a roll today. In just 2 minutes Shep dismantles almost every single recent Fox News narrative. "Trump claimed Feds spied on his campaign ... calls it Spygate. Fox News can confirm it is not. Fox News knows of no evidence to support the president's claim" pic.twitter.com/nMk7uNhuZU— Lis Power (@LisPower1) May 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ekki veita sérstaka rannsakandanum sem stýrir Rússarannsókninni viðtal nema að lögmenn hans fái aðgang að gögnum um heimildarmann FBI sem ræddi við starfsmenn forsetaframboðs hans árið 2016. Forsetinn hefur fullyrt án sannanna að njósnað hafi verið um framboð hans. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði við Washington Post í dag að þeir þyrftu að fá aðgang að öllum gögnum áður en þeir gætu ákveðið hvort að þeir fallist á að forsetinn veiti sérstaka rannsakandanum viðtal. Trump hefur básúnað undanfarna daga og vikur um að „njósnað“ hafi verið um forsetaframboð hans af pólitískum ástæðum. Forsetinn hefur kallað málið „njósnahneykslið“. Hvorki hann né Hvíta húsið hafa lagt fram nokkur gögn eða sannanir um að þær ásakanir eigi við rök að styðjast. Engu að síður samþykktu alríkislögreglan FBI og dómsmálaráðuneytið að veita þingmönnum upplýsingar um heimildarmann sem FBI notaði þegar hún rannsakaði fyrst vísbendingar um samskipti starfsmanna Trump-framboðsins við Rússa árið 2016 í síðustu viku.Ekkert komið fram sem styður ásakanirnar Fram hefur komið að eftir að FBI fékk upplýsingar um samskiptin leituðu rannsakendurnir til bandarísks fræðimanns með tengsl við Repúblikanaflokkinn. Hann ræddi við að minnsta kosti þrjá starfsmenn framboðsins og reyndi að afla upplýsinga um hvers eðlis samskiptin við Rússa hefðu verið. Heimildarmaðurinn starfaði hins vegar aldrei innan framboðsins eins og Trump og stuðningsmenn hans hafa ýjað að. Bandarískir embættismenn segja að ekkert hafi verið óeðlilegt við störf heimildarmannsins. Trump hélt áfram að fá útrás fyrir gremju sína á Twitter í dag. Sakaði saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar sem fara fram í haust án frekari rökstuðnings. Þá endurtók hann möntru sína um að rannsóknin væri „nornaveiðar.“ Shepard Smith, fréttamaður hægrisinnuðu Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, sagði í dag að fréttastofa Fox hefði engar heimildir fyrir því að njósnað hafi verið um framboð Trump. Engu að síður hafa ýmsir þáttastjórnendur Fox og álitsgjafar gefið samsæriskenningunni byr undir báða vængi undanfarið.Holy shit, Shep is on a roll today. In just 2 minutes Shep dismantles almost every single recent Fox News narrative. "Trump claimed Feds spied on his campaign ... calls it Spygate. Fox News can confirm it is not. Fox News knows of no evidence to support the president's claim" pic.twitter.com/nMk7uNhuZU— Lis Power (@LisPower1) May 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00 Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Sjá meira
Funda um uppljóstrara með leiðtogum Repúblikana í dag Leiðtogar Repúblikana funda með toppum eftirlits- og löggæslustofnana og fá leyniskjöl um uppljóstrara alríkislögreglu í forsetaframboði Trumps. Forseti segir alríkislögreglu hafa njósnað um sig í pólitískum tilgangi, áður en Rússamálið kom upp, en sú staðhæfing er umdeild og The New York Times fullyrðir að hún sé röng. 24. maí 2018 06:00
Trump og bandamenn magna upp „njósnahneyksli“ Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að FBI hafi njósnað óeðlilega um framboð Donalds Trump. Vangaveltur um slíkt hafa gengið fjöllum hærra í fjölmiðlum sem eru hallir undir forsetann. 24. maí 2018 11:52
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“