Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2018 17:26 Harvey Weinstein og Georgina Chapman saman árið 2015. Vísir/Getty Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Í viðtali við Vogue, sem tekið var í febrúar, segist hún hafa verið grunlaus um hegðun eiginmannsins og hafi staðið í þeirri trú að þau ættu í hamingjusömu hjónabandi. Eftir að fregnir bárust af kynferðisofbeldi, áreitni og hótunum af hálfu Weinstein í garð leikkvenna segir Chapman að hún hafi átt erfitt með að meðtaka fréttirnar. Fyrstu sögurnar sem komu fram hafi átt sér stað löngu fyrir hjónaband þeirra, en hún hafi fljótlega áttað sig á því að ekki var um einangruð tilvik að ræða og hún þyrfti að forða sér í burtu með börn þeirra. Bað enga um að klæðast Marchesa Í kjölfar frétta um hegðun Weintein fóru að birtast beindust spjótin að eiginkonu hans. Mörgum fannst óhugsandi að hún vissi ekki af þessu, sögðu hana hafa hylmt yfir með honum og héldu margir að þetta markaði endalok tískuhússins Marchesa. Umtalið náði verulega til hennar og átti hún erfitt með að meðtaka hvað væri í gangi. „Ég missti 5 kíló á fimm dögum. Ég hélt engu niðri.“ segir hún í viðtalinu. Chapman ákvað að aflýsa tískusýningu Marchea í janúar þar sem átti að kynna haustlínu þeirra. Hún segir þá ákvörðun ekki verið tekna vegna rekstrarörðugleika, heldur vegna þess að henni þótti það óviðeigandi í ljósi aðstæðna. Allar þær konur sem urðu fyrir barðinu á Weinstein ættu skilið heiður og virðingu, og mikilvægt væri að gefa því tíma. Af þeirri ástæðu hafi hún ekki beðið neinn um að klæðast Marchesa á rauða dreglinum síðastliðna mánuði. „Frábær eiginmaður og yndislegur faðir“ Aðspurð hvað það hafi verið sem heillaði hana við Weinstein segir hún að hann hafi alltaf verið frábær eiginmaður og yndislegur faðir. Hann sé bæði vel lesinn og klár maður. Hún hafi álitið sig vera í hamingjusömu hjónabandið og „elskaði líf sitt“ og það væri erfitt að horfast í augu við það sem gerðist. Hún segir erfiðast sé að hugsa til þess hvaða afleiðingar þetta hafi í för með sér gagnvart börnum þeirra, en Chapman og Weinstein eiga tvö börn saman. „Þau elska pabba sinn. Þau elska hann. Ég get ekki hugsað mér hvaða áhrif þetta mun hafa á þau.“ Eftir skilnað hennar við Weinstein breyttist margt og segist hún reyna eftir bestu getu að lifa í núinu. Enn þann dag í dag komi stundir þar sem hún skilji varla hvað hafi gerst og erfitt sé að bægja reiðinni frá sér. Hún hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar við það að takast á við áfallið, en það hafi ekki verið auðveld ákvörðun „Í fyrstu gat ég það ekki, ég var í of miklu áfalli og fannst ég ekki eiga það skilið. Svo áttaði ég mig á því að þetta gerðist. Ég verð að takast á við það og ég verð að halda áfram.“ Chapman segist enn vera í samskiptum við Weinstein vegna skilnaðarins og barnanna. Weinstein dvelur um þessar mundir á meðferðarstöð í Arizona þar sem hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Í viðtali við Vogue, sem tekið var í febrúar, segist hún hafa verið grunlaus um hegðun eiginmannsins og hafi staðið í þeirri trú að þau ættu í hamingjusömu hjónabandi. Eftir að fregnir bárust af kynferðisofbeldi, áreitni og hótunum af hálfu Weinstein í garð leikkvenna segir Chapman að hún hafi átt erfitt með að meðtaka fréttirnar. Fyrstu sögurnar sem komu fram hafi átt sér stað löngu fyrir hjónaband þeirra, en hún hafi fljótlega áttað sig á því að ekki var um einangruð tilvik að ræða og hún þyrfti að forða sér í burtu með börn þeirra. Bað enga um að klæðast Marchesa Í kjölfar frétta um hegðun Weintein fóru að birtast beindust spjótin að eiginkonu hans. Mörgum fannst óhugsandi að hún vissi ekki af þessu, sögðu hana hafa hylmt yfir með honum og héldu margir að þetta markaði endalok tískuhússins Marchesa. Umtalið náði verulega til hennar og átti hún erfitt með að meðtaka hvað væri í gangi. „Ég missti 5 kíló á fimm dögum. Ég hélt engu niðri.“ segir hún í viðtalinu. Chapman ákvað að aflýsa tískusýningu Marchea í janúar þar sem átti að kynna haustlínu þeirra. Hún segir þá ákvörðun ekki verið tekna vegna rekstrarörðugleika, heldur vegna þess að henni þótti það óviðeigandi í ljósi aðstæðna. Allar þær konur sem urðu fyrir barðinu á Weinstein ættu skilið heiður og virðingu, og mikilvægt væri að gefa því tíma. Af þeirri ástæðu hafi hún ekki beðið neinn um að klæðast Marchesa á rauða dreglinum síðastliðna mánuði. „Frábær eiginmaður og yndislegur faðir“ Aðspurð hvað það hafi verið sem heillaði hana við Weinstein segir hún að hann hafi alltaf verið frábær eiginmaður og yndislegur faðir. Hann sé bæði vel lesinn og klár maður. Hún hafi álitið sig vera í hamingjusömu hjónabandið og „elskaði líf sitt“ og það væri erfitt að horfast í augu við það sem gerðist. Hún segir erfiðast sé að hugsa til þess hvaða afleiðingar þetta hafi í för með sér gagnvart börnum þeirra, en Chapman og Weinstein eiga tvö börn saman. „Þau elska pabba sinn. Þau elska hann. Ég get ekki hugsað mér hvaða áhrif þetta mun hafa á þau.“ Eftir skilnað hennar við Weinstein breyttist margt og segist hún reyna eftir bestu getu að lifa í núinu. Enn þann dag í dag komi stundir þar sem hún skilji varla hvað hafi gerst og erfitt sé að bægja reiðinni frá sér. Hún hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar við það að takast á við áfallið, en það hafi ekki verið auðveld ákvörðun „Í fyrstu gat ég það ekki, ég var í of miklu áfalli og fannst ég ekki eiga það skilið. Svo áttaði ég mig á því að þetta gerðist. Ég verð að takast á við það og ég verð að halda áfram.“ Chapman segist enn vera í samskiptum við Weinstein vegna skilnaðarins og barnanna. Weinstein dvelur um þessar mundir á meðferðarstöð í Arizona þar sem hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04