Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2018 17:26 Harvey Weinstein og Georgina Chapman saman árið 2015. Vísir/Getty Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Í viðtali við Vogue, sem tekið var í febrúar, segist hún hafa verið grunlaus um hegðun eiginmannsins og hafi staðið í þeirri trú að þau ættu í hamingjusömu hjónabandi. Eftir að fregnir bárust af kynferðisofbeldi, áreitni og hótunum af hálfu Weinstein í garð leikkvenna segir Chapman að hún hafi átt erfitt með að meðtaka fréttirnar. Fyrstu sögurnar sem komu fram hafi átt sér stað löngu fyrir hjónaband þeirra, en hún hafi fljótlega áttað sig á því að ekki var um einangruð tilvik að ræða og hún þyrfti að forða sér í burtu með börn þeirra. Bað enga um að klæðast Marchesa Í kjölfar frétta um hegðun Weintein fóru að birtast beindust spjótin að eiginkonu hans. Mörgum fannst óhugsandi að hún vissi ekki af þessu, sögðu hana hafa hylmt yfir með honum og héldu margir að þetta markaði endalok tískuhússins Marchesa. Umtalið náði verulega til hennar og átti hún erfitt með að meðtaka hvað væri í gangi. „Ég missti 5 kíló á fimm dögum. Ég hélt engu niðri.“ segir hún í viðtalinu. Chapman ákvað að aflýsa tískusýningu Marchea í janúar þar sem átti að kynna haustlínu þeirra. Hún segir þá ákvörðun ekki verið tekna vegna rekstrarörðugleika, heldur vegna þess að henni þótti það óviðeigandi í ljósi aðstæðna. Allar þær konur sem urðu fyrir barðinu á Weinstein ættu skilið heiður og virðingu, og mikilvægt væri að gefa því tíma. Af þeirri ástæðu hafi hún ekki beðið neinn um að klæðast Marchesa á rauða dreglinum síðastliðna mánuði. „Frábær eiginmaður og yndislegur faðir“ Aðspurð hvað það hafi verið sem heillaði hana við Weinstein segir hún að hann hafi alltaf verið frábær eiginmaður og yndislegur faðir. Hann sé bæði vel lesinn og klár maður. Hún hafi álitið sig vera í hamingjusömu hjónabandið og „elskaði líf sitt“ og það væri erfitt að horfast í augu við það sem gerðist. Hún segir erfiðast sé að hugsa til þess hvaða afleiðingar þetta hafi í för með sér gagnvart börnum þeirra, en Chapman og Weinstein eiga tvö börn saman. „Þau elska pabba sinn. Þau elska hann. Ég get ekki hugsað mér hvaða áhrif þetta mun hafa á þau.“ Eftir skilnað hennar við Weinstein breyttist margt og segist hún reyna eftir bestu getu að lifa í núinu. Enn þann dag í dag komi stundir þar sem hún skilji varla hvað hafi gerst og erfitt sé að bægja reiðinni frá sér. Hún hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar við það að takast á við áfallið, en það hafi ekki verið auðveld ákvörðun „Í fyrstu gat ég það ekki, ég var í of miklu áfalli og fannst ég ekki eiga það skilið. Svo áttaði ég mig á því að þetta gerðist. Ég verð að takast á við það og ég verð að halda áfram.“ Chapman segist enn vera í samskiptum við Weinstein vegna skilnaðarins og barnanna. Weinstein dvelur um þessar mundir á meðferðarstöð í Arizona þar sem hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Í viðtali við Vogue, sem tekið var í febrúar, segist hún hafa verið grunlaus um hegðun eiginmannsins og hafi staðið í þeirri trú að þau ættu í hamingjusömu hjónabandi. Eftir að fregnir bárust af kynferðisofbeldi, áreitni og hótunum af hálfu Weinstein í garð leikkvenna segir Chapman að hún hafi átt erfitt með að meðtaka fréttirnar. Fyrstu sögurnar sem komu fram hafi átt sér stað löngu fyrir hjónaband þeirra, en hún hafi fljótlega áttað sig á því að ekki var um einangruð tilvik að ræða og hún þyrfti að forða sér í burtu með börn þeirra. Bað enga um að klæðast Marchesa Í kjölfar frétta um hegðun Weintein fóru að birtast beindust spjótin að eiginkonu hans. Mörgum fannst óhugsandi að hún vissi ekki af þessu, sögðu hana hafa hylmt yfir með honum og héldu margir að þetta markaði endalok tískuhússins Marchesa. Umtalið náði verulega til hennar og átti hún erfitt með að meðtaka hvað væri í gangi. „Ég missti 5 kíló á fimm dögum. Ég hélt engu niðri.“ segir hún í viðtalinu. Chapman ákvað að aflýsa tískusýningu Marchea í janúar þar sem átti að kynna haustlínu þeirra. Hún segir þá ákvörðun ekki verið tekna vegna rekstrarörðugleika, heldur vegna þess að henni þótti það óviðeigandi í ljósi aðstæðna. Allar þær konur sem urðu fyrir barðinu á Weinstein ættu skilið heiður og virðingu, og mikilvægt væri að gefa því tíma. Af þeirri ástæðu hafi hún ekki beðið neinn um að klæðast Marchesa á rauða dreglinum síðastliðna mánuði. „Frábær eiginmaður og yndislegur faðir“ Aðspurð hvað það hafi verið sem heillaði hana við Weinstein segir hún að hann hafi alltaf verið frábær eiginmaður og yndislegur faðir. Hann sé bæði vel lesinn og klár maður. Hún hafi álitið sig vera í hamingjusömu hjónabandið og „elskaði líf sitt“ og það væri erfitt að horfast í augu við það sem gerðist. Hún segir erfiðast sé að hugsa til þess hvaða afleiðingar þetta hafi í för með sér gagnvart börnum þeirra, en Chapman og Weinstein eiga tvö börn saman. „Þau elska pabba sinn. Þau elska hann. Ég get ekki hugsað mér hvaða áhrif þetta mun hafa á þau.“ Eftir skilnað hennar við Weinstein breyttist margt og segist hún reyna eftir bestu getu að lifa í núinu. Enn þann dag í dag komi stundir þar sem hún skilji varla hvað hafi gerst og erfitt sé að bægja reiðinni frá sér. Hún hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar við það að takast á við áfallið, en það hafi ekki verið auðveld ákvörðun „Í fyrstu gat ég það ekki, ég var í of miklu áfalli og fannst ég ekki eiga það skilið. Svo áttaði ég mig á því að þetta gerðist. Ég verð að takast á við það og ég verð að halda áfram.“ Chapman segist enn vera í samskiptum við Weinstein vegna skilnaðarins og barnanna. Weinstein dvelur um þessar mundir á meðferðarstöð í Arizona þar sem hann er í meðferð vegna kynlífsfíknar. Weinstein er sakaður um að hafa brotið kynferðislega gegn yfir áttatíu konum. Hann sætir nú rannsókn lögreglu í Lundúnum, New York og Los Angeles
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17 Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Trúir því að sér verði fyrirgefið Piers Morgan heimsótti Weinstein á meðferðarstofnun þar sem hann sækir sér meðferð við kynlífsfíkn. 29. apríl 2018 09:17
Líkir þeim sem sakað hafa Weinstein um ofbeldi við vændiskonur Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, hefur líkt þeim Hollywood-stjörnum sem sakað hafa Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi og áreitni við vændiskonur. 29. mars 2018 18:04