Falleinkunn Hörður Ægisson skrifar 11. maí 2018 10:00 Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins hafa ekki farið varhluta af uppsveiflu í efnahagslífinu á undanförnum árum. Hagstætt ytra umhverfi, sem hefur meðal annars einkennst af hækkandi fasteignaverði og gengisstyrkingu krónunnar samhliða uppgangi í ferðaþjónustu, hefur skilað sér í stórauknum tekjum og lækkandi skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Þessi mynd gæti hins vegar nú verið að breytast með vaxandi vísbendingum um að hagkerfið sé tekið að kólna snögglega. Þá er hætt við því að mörg sveitarfélög verði í aðþrengdri stöðu til að standa undir tugmilljarða uppsafnaðri fjárfestingaþörf. Í umræðu um opinber fjármál og hagstjórn fá málefni sveitarfélaganna, sem taka til sín um fimmtung af öllum tekjum hins opinbera, oft minna vægi en efni standa til. Í greiningu, sem Samtök atvinnulífsins (SA) kynntu í vikunni um fjárhagsstöðu tólf stærstu sveitarfélaganna, kemur fram að frá 2011 hafi tekjur A-hluta þeirra, sem eru einkum útsvar og fasteignaskattar, aukist um nærri 300 milljarða á föstu verðlagi. Þar af hafi 170 milljörðum, eða um 57 prósentum tekjuaukans, verið ráðstafað í launakostnað. Þá vekur það eftirtekt að þrátt fyrir þennan mikla tekjuvöxt, sem fyrirséð er að fari núna minnkandi, hafi aðeins tólf prósent aukinna tekna skilað sér í bætti afkomu sveitarfélaganna. Það veldur vonbrigðum, ekki hvað síst í tilfelli stærsta sveitarfélagsins, að fordæmalaus uppgangur síðustu ára hafi ekki verið nýttur í meira mæli til að búa í haginn fyrir mögru árin þegar tekjustofnar munu skreppa saman. Reykjavíkurborg er með næstverstu fjárhagsstöðuna af tólf stærstu sveitarfélögunum, samkvæmt greiningu SA. Þar munar mestu um slæma skuldastöðu borgarinnar en sem hlutfall af tekjum eru skuldirnar 169 prósent – aðeins Reykjanesbær er með verra skuldahlutfall – og í krónum talið hafa þær aukist um 35 milljarða á síðustu fjórum árum. Skuldir á hvern íbúa eru rúmlega 2,4 milljónir. Með hliðsjón af lélegum rekstri Reykjavíkurborgar ætti ekki að koma á óvart að íbúarnir búa við hlutfallslega hæstu álögurnar en um 10,9 prósent af tekjum þeirra renna til sveitarfélagsins á meðan hlutfallið er 7,4 prósent hjá íbúum á Seltjarnarnesi. Höfuðborgin sker sig einnig um margt úr þegar litið er til fjölgunar íbúa á kjörtímabilinu. Þannig hefur íbúum í Reykjavík aðeins fjölgað um tæplega 3,5 prósent á meðan landsmönnum hefur á sama tíma fjölgað um sex prósent. Lítil fólksfjölgun í Reykjavík er sumpart heimatilbúinn vandi. Sökum lóðaskorts og þunglamalegs skipulags hefur uppbygging nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu verið í lágmarki. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Fasteignaverð hefur hækkað verulega og umfram fjárhagsstöðu heimilanna. Þessi staða hefur þýtt að íbúum í stærstu nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur hefur fjölgað mun meira. Það stafar meðal annars af því að fasteignaverð þar hefur hækkað minna og uppbygging nýrra íbúða verið hraðari. Fjármál Reykjavíkurborgar og húsnæðismál eru ein stærstu málefni kosninganna. Þar ber flest að sama brunni. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á lausatökum í rekstri borgarinnar, sem hefur skilað sér í slæmri skuldastöðu og skattheimtu í hæstu hæðum, og miklum húsnæðisskorti. Kjósendur hljóta að taka mið af þeim staðreyndum í komandi kosningum.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun