Komið að úrslitastundu Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. maí 2018 10:00 Fyrirliðarnir Ásbjörn og Magnús mátuðu bikarinn. Vísir/Kristinn Páll ÍBV tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í Vestmannaeyjum í dag en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér meistaratitilinn. Takist ÍBV að vinna er liðið handhafi allra stærstu titla landsins, deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitilsins en það yrði annar Íslandsmeistaratitillinn í sögu karlaflokks ÍBV. Hjá FH er sautjándi meistaratitillinn í boði annað árið í röð en FH er næstsigursælasta félagið í karlaflokki á eftir Val (22) með sextán titla. Hafa FH-ingar ekki fengið mikla hvíld, þeir fóru í oddaleik í einvígi sínu gegn Selfossi sem lauk á miðvikudaginn en ÍBV hefur fengið viku til að hvíla lúin bein eftir þétta leikjadagskrá undanfarnar vikur sem hefur innihaldið Evrópukeppni í bland við úrslitakeppni. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, hausinn er á réttum stað og við erum tilbúnir. Það hentar okkur ágætlega að þetta hefjist um helgina, við fengum smá hvíld sem var kærkomin því menn voru orðnir ansi lemstraðir en hún er ekki það löng að við missum taktinn,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, er Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni.Erfitt að koma á óvart Verður þetta í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en ÍBV vann báða leiki liðanna í Olís-deildinni. Þar á meðal er stórsigur Eyjamanna á FH í Vestmannaeyjum. Magnús á von á því að einvígið verði eilítil skák þar sem liðin þekkist vel. „Leikaðferð þeirra mun breytast töluvert ef tekið er mið af einvíginu gegn Selfossi en þessi lið þekkjast það vel að þetta snýst í raun um dagsform og hvorum tekst betur að leysa það sem andstæðingurinn gerir. Það er klisjukennt að segja það en dagsformið, markvarslan og varnarleikurinn er það sem mun skilja liðin að í lokin.“ Telur hann að reynsla ÍBV-liðsins og samheldnin innan hópsins eftir öll ferðalögin í Evrópukeppninni geti skilað liðinu yfir þröskuldinn. „Það hefur skapast þessi sigurhefð hjá félaginu undanfarin ár, kominn Íslandsmeistaratitill og tveir bikarmeistaratitlar. Það getur líka unnið með okkur að samheldnin er meiri en nokkurn tíma áður, þetta er hálfgerð fjölskylda manns eftir allan þennan tíma sem við höfum eytt saman í vetur.“ Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, segir að Hafnfirðingar séu ákveðnir í að fara alla leið þetta árið. Hann kannaðist ekki við þreytu þó að stutt væri milli leikja. „Heilsan er góð, auðvitað er eitthvað um hnjask en það er eðlilegt á þessum tímapunkti mótsins en við erum sennilega á okkar besta stað eftir áramót. Við erum bara að einbeita okkur að ÍBV og einvíginu. Það er ekkert handboltalið fullkomið og það er okkar að finna veikleika þeirra,“ segir Ásbjörn sem var ekki viss hvort það væri kostur eða galli að FH hefði farið í oddaleik í undanúrslitunum á meðan ÍBV sópaði Haukum í sumarfrí. „Það er erfitt að segja, í fyrra fengum við langa hvíld og horfðum á eftir titlinum eftir oddaleik til Valsmanna sem voru með þétta dagskrá. Þetta á ekki að hafa áhrif, við þurfum bara að einblína á okkur og mæta jákvæðir til leiks á laugardaginn.“Reynslunni ríkari Ásbjörn telur að FH-ingar mæti betur tilbúnir inn í einvígið gegn ÍBV heldur en gegn Val í fyrra. „Við höfum nýtt reynslu okkar frá því í fyrra í einvíginu gegn Selfossi. Það hefði verið auðvelt að brotna niður í fjórða leiknum þegar þeir voru með gott forskot en við snerum því okkur í hag og kláruðum einvígið,“ segir Ásbjörn sem hefur ekki of miklar áhyggjur af að ÍBV sé með heimavallarréttinn. „Síðustu tvö ár sem þessi hópur hefur verið saman höfum við verið mjög góðir á útivelli, það truflar okkur í raun ekki. Við vissum eftir deildarkeppnina að það yrði ólíklegt að við værum með heimavallarrétt og það er langt síðan við hættum að velta þessu fyrir okkur.“ FH missir fjóra sterka leikmenn í lok tímabilsins út í atvinnumennsku. „Þessir strákar vilja eflaust skilja við þetta frábæra félag með titli en við vitum að við þurfum að spila virkilega heilsteypta leiki til að vinna ÍBV,“ segir Ásbjörn.kristinnpall@frettabladid.is Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Sjá meira
ÍBV tekur á móti FH í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í Vestmannaeyjum í dag en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér meistaratitilinn. Takist ÍBV að vinna er liðið handhafi allra stærstu titla landsins, deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitilsins en það yrði annar Íslandsmeistaratitillinn í sögu karlaflokks ÍBV. Hjá FH er sautjándi meistaratitillinn í boði annað árið í röð en FH er næstsigursælasta félagið í karlaflokki á eftir Val (22) með sextán titla. Hafa FH-ingar ekki fengið mikla hvíld, þeir fóru í oddaleik í einvígi sínu gegn Selfossi sem lauk á miðvikudaginn en ÍBV hefur fengið viku til að hvíla lúin bein eftir þétta leikjadagskrá undanfarnar vikur sem hefur innihaldið Evrópukeppni í bland við úrslitakeppni. „Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel, hausinn er á réttum stað og við erum tilbúnir. Það hentar okkur ágætlega að þetta hefjist um helgina, við fengum smá hvíld sem var kærkomin því menn voru orðnir ansi lemstraðir en hún er ekki það löng að við missum taktinn,“ sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, er Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni.Erfitt að koma á óvart Verður þetta í þriðja sinn sem liðin mætast í vetur en ÍBV vann báða leiki liðanna í Olís-deildinni. Þar á meðal er stórsigur Eyjamanna á FH í Vestmannaeyjum. Magnús á von á því að einvígið verði eilítil skák þar sem liðin þekkist vel. „Leikaðferð þeirra mun breytast töluvert ef tekið er mið af einvíginu gegn Selfossi en þessi lið þekkjast það vel að þetta snýst í raun um dagsform og hvorum tekst betur að leysa það sem andstæðingurinn gerir. Það er klisjukennt að segja það en dagsformið, markvarslan og varnarleikurinn er það sem mun skilja liðin að í lokin.“ Telur hann að reynsla ÍBV-liðsins og samheldnin innan hópsins eftir öll ferðalögin í Evrópukeppninni geti skilað liðinu yfir þröskuldinn. „Það hefur skapast þessi sigurhefð hjá félaginu undanfarin ár, kominn Íslandsmeistaratitill og tveir bikarmeistaratitlar. Það getur líka unnið með okkur að samheldnin er meiri en nokkurn tíma áður, þetta er hálfgerð fjölskylda manns eftir allan þennan tíma sem við höfum eytt saman í vetur.“ Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, segir að Hafnfirðingar séu ákveðnir í að fara alla leið þetta árið. Hann kannaðist ekki við þreytu þó að stutt væri milli leikja. „Heilsan er góð, auðvitað er eitthvað um hnjask en það er eðlilegt á þessum tímapunkti mótsins en við erum sennilega á okkar besta stað eftir áramót. Við erum bara að einbeita okkur að ÍBV og einvíginu. Það er ekkert handboltalið fullkomið og það er okkar að finna veikleika þeirra,“ segir Ásbjörn sem var ekki viss hvort það væri kostur eða galli að FH hefði farið í oddaleik í undanúrslitunum á meðan ÍBV sópaði Haukum í sumarfrí. „Það er erfitt að segja, í fyrra fengum við langa hvíld og horfðum á eftir titlinum eftir oddaleik til Valsmanna sem voru með þétta dagskrá. Þetta á ekki að hafa áhrif, við þurfum bara að einblína á okkur og mæta jákvæðir til leiks á laugardaginn.“Reynslunni ríkari Ásbjörn telur að FH-ingar mæti betur tilbúnir inn í einvígið gegn ÍBV heldur en gegn Val í fyrra. „Við höfum nýtt reynslu okkar frá því í fyrra í einvíginu gegn Selfossi. Það hefði verið auðvelt að brotna niður í fjórða leiknum þegar þeir voru með gott forskot en við snerum því okkur í hag og kláruðum einvígið,“ segir Ásbjörn sem hefur ekki of miklar áhyggjur af að ÍBV sé með heimavallarréttinn. „Síðustu tvö ár sem þessi hópur hefur verið saman höfum við verið mjög góðir á útivelli, það truflar okkur í raun ekki. Við vissum eftir deildarkeppnina að það yrði ólíklegt að við værum með heimavallarrétt og það er langt síðan við hættum að velta þessu fyrir okkur.“ FH missir fjóra sterka leikmenn í lok tímabilsins út í atvinnumennsku. „Þessir strákar vilja eflaust skilja við þetta frábæra félag með titli en við vitum að við þurfum að spila virkilega heilsteypta leiki til að vinna ÍBV,“ segir Ásbjörn.kristinnpall@frettabladid.is
Olís-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Sjá meira