Sendiráðið umdeilda opnað í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. maí 2018 06:00 Ísraelskur maður, sveipaður fána Bandaríkjanna, fagnar Jerúsalemdeginum. Dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær en 51 ár var þá liðið frá því Ísraelar tóku austurhluta borgarinnar í sex daga stríðinu. Vísir/AFP Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Bandaríkjamenn opna nýtt sendiráð sitt í Jerúsalem í Ísrael í dag. Donald Trump forseti verður ekki viðstaddur opnunina en dóttir hans Ivanka og maki hennar, Jared Kushner, komu til Ísraels í gær. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að flytja sendiráð sitt frá Tel Avív, sem alþjóðasamfélagið álítur höfuðborg Ísraels, til Jerúsalem, sem Ísraelar segja höfuðborg sína, vakti mikla reiði þegar Trump tilkynnti um áform sín í fyrra. Ákvörðunin er afar umdeild. Þegar Ísraelar og Palestínumenn sömdu um frið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Þær viðræður hafa ekki enn átt sér stað og þykir Trump því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Í desember síðastliðnum greiddi mikill meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna atkvæði með yfirlýsingu um að viðurkenning Bandaríkjanna á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels væri ógild og hefði ekkert vægi. Ísland studdi tillöguna en Gvatemala, Hondúras, Ísrael, Marshall-eyjar, Míkrónesía, Nárú, Palá, Tógó og Bandaríkin greiddu atkvæði gegn henni. Sendiráð annarra ríkja eru almennt í Tel Avív. Munu sendiherrar flestra ESB-ríkja ekki verða viðstaddir opnun sendiráðsins í dag í mótmælaskyni. Hins vegar eiga Bandaríkjamenn von á erindrekum frá Ungverjalandi, Rúmeníu og Tékklandi.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Gvatemala Mið-Austurlönd Míkrónesía Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59 Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15 Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hátíðarhöld í Ísrael í fjarveru erlendra sendiherra Útspil forsetans virðist ekki stíga í takt við alþjóðasamfélagið því hátíðarhöldin fara fram í fjarveru flestra erlendra sendiherra. 13. maí 2018 22:59
Verða viðstödd þegar sendiráðið verður flutt til Jerúsalem Sendiráð Bandaríkjanna verður flutt til Jerúsalem á morgun. 13. maí 2018 18:15
Segir Eurovision-keppnina í Ísrael hluta af kúgun Palestínumanna og landráni Sveinn Rúnar Hauksson fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína segir að sigur Ísraels í Eurovision í gærkvöld sé hluti af ímyndarherferð Ísraels og að keppnin sem verður haldin í Eurovision að ári liðnu sé hluti af atlögu gegn Palestínumönnum. 13. maí 2018 13:15