Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 16:45 Undir ísilögðu yfirborði Evrópu leynist að líkindum neðanjarðarhaf fljótandi vatns. NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar. Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar.
Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15