Vatnsgos á Evrópu vekur vonir um líf undir ísnum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2018 16:45 Undir ísilögðu yfirborði Evrópu leynist að líkindum neðanjarðarhaf fljótandi vatns. NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar. Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Vísbendingar um strók úr vatnsgufu sem stóð upp af yfirborði Evrópu, tungli Júpíters, kom í ljós við greiningu á gögnum frá Galíleó, geimfari bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Strókurinn er vísbending um að fljótandi vatn gæti leynst undir yfirborði tunglsins og vekur vonir um að þar gæti líf verið að finna. Evrópa er minnst Galíleótunglanna svonefndu sem ganga um gasrisann Júpíter. Tuga kílómetra þykk ísskorpa myndar sprungið yfirborð Evrópu en vísindamenn hafa lengi leitt að því líkum að undir henni sé víðáttumikið haf fljótandi vatns. Vísindamenn sem fóru aftur yfir gögn frá Galíleó, geimfari NASA, frá því að það flaug fram hjá Evrópu í desember árið 1997 telja að strókur vatnsgufu sem gaus upp um sprungu í ísskorpunni og náði hundruð kílómetra upp í geiminn skýri óvenjulegar mælingar þess. „Það voru nokkrir afbrigðilegir hlutir í þessu nærflugi í desember árið 1997 sem við skildum aldrei fyllilega,“ segir Margaret Kivelson, vísindamaður við Galíleóleiðangurinn við breska blaðið The Guardian. Við nánari skoðun hafi mælingarnar verið í samræmi við það sem menn byggðust við ef geimfarið flygi í gegnum vatnsgufustrók. Strókarnir eru taldir besta leiðin fyrir vísindamenn að kanna mögulegan lífvænleika Evrópu.Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir yfirborðinu.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. IdahoLíf gæti kviknað við neðansjávarstrýtur Uppgötvun vísindamanna á örverulífi í kringum jarðhitastrýtur á hafsbotni á jörðinni vöktum með þeim von í brjósti að slíkt líf gæti hafa kviknað á öðrum hnöttum í sólkerfinu. Leyni líf á Evrópu væri það í kringum sambærilegar strýtur þar sem sólarljóss nýtur ekki við í neðanjarðarhafi tunglsins. Tveir könnunarleiðangrar eru fyrirhugaðir til Evrópu á næsta áratuginum, bandaríski Europa Clipper-leiðangurinn og evrópski Juice-leiðangurinn. Geimförin gætu reynt að gera beinar mælingar á strókunum til að varpa frekari ljósi á innviði Evrópu. Evrópa er ekki eina ístunglið í sólkerfinu þar sem stjörnufræðingar telja að neðanjarðarhaf kunni vera að finna. Cassini-geimfarið sem gekk um Satúrnus í tólf ár náði myndum af strókum vatnsgufu sem teygðu sig upp frá yfirborði Enkeladusar.
Geimurinn Júpíter Vísindi Tengdar fréttir Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Sjá meira
Örverur gætu þrifist í neðanjarðarhafi Enkeladusar Jarðhitastrýtur á hafsbotni gætu nært lífverur undir ísilögðu yfirborði tungls Satúrnusar. 1. mars 2018 10:15