Rússnesk „tröll“ ýttu undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2018 17:15 Oft á tíðum keyptu starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar tvær auglýsingar um sömu málefnin. Vísir/AFP Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Rússneska „Tröllaverksmiðjan“ svokallaða, eða Internet Research Agency, keypti rúmlega 3,500 auglýsingar á Facebook í aðdraganda og kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Stærstum hluta þessa auglýsinga var ætlað að ýta undir kynþáttaólgu í Bandaríkjunum. Flestar auglýsingarnar snerust um mjög umdeild málefni. Nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál birti fyrir helgi gögn sem fengin voru frá Facebook sem sýndu meðal annars allar auglýsingarnar 3.517, hvaða samfélagshópum þær voru sniðnar að, hve mikið þær kostuðu og hve oft þær voru skoðaðar.Blaðamenn USA Today fóru yfir hverja einustu auglýsingu og flokkuðu þær. Niðurstöður þeirra voru að um 1.950 auglýsingar sneru að kynþáttaólgu og voru þær skoðaðar alls 25 milljón sinnum. Minnst fjórðungur umræddra auglýsinga fjallaði um glæpi og löggæslu, oft með tilvísunum í áðurnefnda kynþáttaólgu. Oft á tíðum keyptu starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ tvær auglýsingar um sömu málefnin. Þær voru svo sniðnar að sitt hvorum fylkingum málefna til að auka deilur þar á milli. Birtingu slíkra auglýsinga var haldið áfram eftir að Donald Trump var kosinn forseti. Einungis um hundrað auglýsingar minntust með berum orðum á stuðning við framboð Donald Trump eða andstöðu við Hillary Clinton.Internet Research Agency komst síðast í hámæli í febrúar þegar Robert Mueller, sérstakur saksóknari Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, ákærði þrettán manns sem starfa þar og þrjú fyrirtæki fyrir afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Vinsælasta auglýsing IRA sneri að stuðningi við lögregluþjóna í Bandaríkjunum. Hana sáu 1,3 milljónir manna og smelltu 73 þúsund manns á hana. IRA greiddi 1.785 dali fyrir hana og var hún sniðin að 20 til 65 ára gömlu fólki sem hafði þegar líkað við stuðningssíður lögregluþjóna. Næsta dag keypti Tröllaverksmiðjan auglýsingu sem sýndi tvo þeldökka bræður í handjárnum með texta um að þeir hefðu verið handteknir fyrir að vera svartir. Sú auglýsing var sniðin að fólki sem hafði líkað við síður um martin Luther King Jr., Malcom X og sögu þeldökkra.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira