Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. maí 2018 20:00 Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. Í samtali við kvöldfréttir í ágúst benti lögfræðingur Neytendasamtakanna á að kaupendum væri í sjálfvald sett hvort þeir greiddu umsýslugjöld, í samræmi við ákvörðun Neytendastofu frá 2006 og ummæli í lagafrumvarpi.Frétt Stöðvar 2: Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknunÞrátt fyrir þetta er gjaldið enn víða sett fram sem skyldugreiðsla. Í samtali við kvöldfréttir í gær sagði Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, ágalla á ákvörðun Neytendastofu, og sagði ekki ganga upp að kaupendur færu sjálfir með skjöl í þinglýsingu. „Ef þetta skilar sér ekki þá er bara voðinn vís og getur valdið fólki miklu tjóni,“ sagði Grétar. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir hins vegar engan ágalla á ákvörðun stofnunarinnar. „Þessi ákvörðun og allar forsendur hennar standast alveg í dag eins og þær gerðu þá,“ segir Tryggvi.Óljóst hvað felst í umsýslugjaldinu Hann bendir á að kaupandinn hafi ríkasta hagsmuni af því að skjöl komist til þinglýsingar til að tryggja eignarétt sinn. Því ætti frekar að hafa áhyggjur af mistökum hinum megin borðsins „Segjum til dæmis ef seljandi tekur að sér að koma því og kemur því ekki til þinglýsingar, eða fasteignasali tekur það að sér og kemur því ekki til þinglýsingar. Það eru dæmi um slík slys í fortíðinni.“ Óljóst er hvað í umsýslugjaldinu felst, annað en afhending gagna í þinglýsingu. Að jafnaði skiptir það hins vegar tugum þúsunda króna. Seljendur greiða jafnan söluþóknun upp á tvö til þrjú prósent af söluverði og í lögum segir að fasteignasala beri að annast alla skjalagerð við sölu. Tryggvi segir því að fasteignasalar þurfi að útskýra vel fyrir hvað kaupendur séu að greiða, sem ekki sé þegar innifalið í söluþóknun. „Það ætti að vera skýrara, ef framkvæmdin er ekki betri en raun ber vitni. Því að okkar mati stendur í lögunum að þetta skuli sundurliðað og tilgreint,“ segir Tryggvi.Eftirlitsnefnd fylgist með störfum fasteignasala Dæmi eru um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu umsýslugjalds samhliða undirritun kauptilboðs, þvert á ákvæði laganna. Sérstakri eftirlitsnefnd fasteignasala er ætlað að fylgjast með störfum þeirra – en í henni situr m.a. fulltrúi fasteignasala. Tryggvi bendir á að eflaust væri skynsamlegt að algjörlega óháður þriðji aðili sinnti slíku eftirlitshlutverki. „Það hefur svona oft verið bent á það svosem í kringum neytendavernd að það er aldrei æskilegt að hagsmunafélögin hafi sjálf eftirlit eftir sínum fagaðilum,“ segir Tryggvi. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. Í samtali við kvöldfréttir í ágúst benti lögfræðingur Neytendasamtakanna á að kaupendum væri í sjálfvald sett hvort þeir greiddu umsýslugjöld, í samræmi við ákvörðun Neytendastofu frá 2006 og ummæli í lagafrumvarpi.Frétt Stöðvar 2: Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknunÞrátt fyrir þetta er gjaldið enn víða sett fram sem skyldugreiðsla. Í samtali við kvöldfréttir í gær sagði Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, ágalla á ákvörðun Neytendastofu, og sagði ekki ganga upp að kaupendur færu sjálfir með skjöl í þinglýsingu. „Ef þetta skilar sér ekki þá er bara voðinn vís og getur valdið fólki miklu tjóni,“ sagði Grétar. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir hins vegar engan ágalla á ákvörðun stofnunarinnar. „Þessi ákvörðun og allar forsendur hennar standast alveg í dag eins og þær gerðu þá,“ segir Tryggvi.Óljóst hvað felst í umsýslugjaldinu Hann bendir á að kaupandinn hafi ríkasta hagsmuni af því að skjöl komist til þinglýsingar til að tryggja eignarétt sinn. Því ætti frekar að hafa áhyggjur af mistökum hinum megin borðsins „Segjum til dæmis ef seljandi tekur að sér að koma því og kemur því ekki til þinglýsingar, eða fasteignasali tekur það að sér og kemur því ekki til þinglýsingar. Það eru dæmi um slík slys í fortíðinni.“ Óljóst er hvað í umsýslugjaldinu felst, annað en afhending gagna í þinglýsingu. Að jafnaði skiptir það hins vegar tugum þúsunda króna. Seljendur greiða jafnan söluþóknun upp á tvö til þrjú prósent af söluverði og í lögum segir að fasteignasala beri að annast alla skjalagerð við sölu. Tryggvi segir því að fasteignasalar þurfi að útskýra vel fyrir hvað kaupendur séu að greiða, sem ekki sé þegar innifalið í söluþóknun. „Það ætti að vera skýrara, ef framkvæmdin er ekki betri en raun ber vitni. Því að okkar mati stendur í lögunum að þetta skuli sundurliðað og tilgreint,“ segir Tryggvi.Eftirlitsnefnd fylgist með störfum fasteignasala Dæmi eru um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu umsýslugjalds samhliða undirritun kauptilboðs, þvert á ákvæði laganna. Sérstakri eftirlitsnefnd fasteignasala er ætlað að fylgjast með störfum þeirra – en í henni situr m.a. fulltrúi fasteignasala. Tryggvi bendir á að eflaust væri skynsamlegt að algjörlega óháður þriðji aðili sinnti slíku eftirlitshlutverki. „Það hefur svona oft verið bent á það svosem í kringum neytendavernd að það er aldrei æskilegt að hagsmunafélögin hafi sjálf eftirlit eftir sínum fagaðilum,“ segir Tryggvi.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Sjá meira
Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00
Kaupendum óskylt að greiða fasteignasölum þóknun Óheimilt er að skylda fasteignakaupendur til að greiða sérstaka kaupendaþóknun sem finna má á gjaldskrá flestra fasteignasala landsins að mati lögfræðings hjá Neytendasamtökunum. Gjaldið nemur gjarnan tugum þúsunda króna. 22. ágúst 2017 20:00