Góðir grannar Haukur Örn Birgisson skrifar 15. maí 2018 07:00 Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á hverju einasta ári gengur okkur illa í Eurovision og á hverju einasta ári skiljum við ekkert í hvers vegna. Ég viðurkenni að ég læt þetta hafa töluverð áhrif á mig. Ég er oftar en ekki sannfærður um að íslenska lagið sigri og ég botna ekkert í evrópsku samferðafólki mínu þegar úrslitin liggja fyrir. Þetta fólk veit greinilega ekkert um tónlist og leyfir okkur ekki einu sinni að komast upp úr riðlinum. Algjör skandall og stælar. Ein útbreiddasta kenningin varðandi úrslitin ár hvert er sú að áhorfendur munu alltaf gefa fulltrúum nágrannaþjóða sinna flest stig. Þannig eiga þjóðirnar með flestu landamærin mestu möguleikana á sigri. Nokkuð einfalt. Við Íslendingar bölsótumst yfir öllum þessum Austur-Evrópuþjóðum og grenjum á sama tíma yfir því að búa á eyju. Þessi útskýring stenst hins vegar varla skoðun ef horft er til liðinnar helgar, þar sem hin ísraelska Netta söngkona kom, sá og sigraði. Í fyrsta lagi er óhætt að fullyrða að Ísrael njóti ekki sérstaklega mikillar pólitískrar samúðar hjá Evrópubúum og í öðru lagi þá á Ísrael ekki landamæri að einu einasta Evrópuríki. Landið er ekki einu sinni í Evrópu, ef út í það er farið, en hefur samt sem áður sigrað í Eurovision í fjórgang. Þótt mér sé fyrirmunað að skilja hvernig ísraelska lagið fór að því að sigra þá getum við Íslendingar að minnsta kosti fagnað því að nágrannakenningin er hrunin til grunna. Ætli líklegasta skýringin sé ekki bara sú að fólk kýs það atriði sem því finnst skemmtilegast? Vandamál okkar Íslendinga og áskorun felst þá bara í því að finna slíkt atriði. Svo höldum við að sjálfsögðu áfram að gefa Norðmönnum, Svíum eða Dönum tólf stig.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun