Skortur á hjúkrunarfræðingum skapar plássleysi á Landspítalanum Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 11:30 Hér má sjá mynd frá bráðamóttöku Landspítalans í dag. Vísir/Vilhelm Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þrjátíu sjúklingar sem lokið hafa heimsókn á bráðamóttöku á Landspítalanum og eru tilbúnir til innlagnar á legudeildir komast ekki þangað vegna plássleysis. Plássið er þó nóg á Landspítalanum en það vantar hjúkrunarfræðinga til að manna þau pláss. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, í samtali við Vísi. Fyrr í dag sagði Bergur Stefánsson, vakthafandi sérfræðingur á bráðamóttökunni, í samtali við RÚV að skelfingarástand ríkti á bráðamóttökunni. „Það er ekki þannig að 30 sjúklingar eru göngunum en það eru 30 sjúklingar sem hafa lokið sinni bráðamóttökuþjónustu og eru að bíða eftir að komast á legudeildir,“ segir Jón Magnús en hann segir álagið á bráðamóttökunni hafa farið hægt vaxandi síðustu vikur. Hann segir 34 rúm á bráðamóttökunni en hluti af sjúklingunum eru á göngunum. Veikustu sjúklingarnir sem þurfa sérstakt eftirlit eru inni í stofum en minna veikir sjúklingar frekar á göngum.Fólk hvatt til að leita á heilsugæsluna Jón Magnús hvetur þá sem eru ekki með mjög bráð vandamál að leita á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem sé farin að veita mjög góða þjónustu vega minna alvarlegra bráðatilvika. „Þú getur labbað inn á hvaða heilsugæslustöð sem er þó þú eigir ekki bókaðan tíma. Þeir veita mjög góða þjónustu fyrir minna alvarlegri mál. Það er fólk sem leitar hingað á bráðamóttökuna vegna þess að það þekkir ekki til þessara þjónustu heilsugæslunnar og mundi hafa notað sér hana ef það vissi af henni,“ segir Jón Magnús. Hann segir að allir sem leita til bráðamóttökunnar með bráð og aðkallandi vandamál fái þjónustu strax. „Fólk á ekki að hætta að koma til okkar ef það telur sig þurfa. En í sumum tilvikum getur verið að við vísum því í eitthvað annað úrræði heldur en að fara inn á bráðamóttökuna.“Minna veikir sjúklingar eru látnir liggja á göngum bráðamóttökunnar.Vísir/VilhelmTvennt orsakar ástandið Hann segir tvennt orsaka ástandið sem ríkir á bráðamóttöku Landspítalans í dag. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum sem hefur leitt til þess að það hefur þurft að loka fjölda rúma á Landspítalanum. Búið er að loka á þriðja tug rúma á spítalanum. „Ef þau væru opin gætu flest allir þessir sjúklingar sem eru hérna núna fengið inni. Það skortir ekki pláss en það vantar starfsfólk.“ Hann segir að enn í dag séu sjúklingar á Landspítalanum sem hafa fengið leyfi til að fara á hjúkrunar- og dvalarheimili en komast ekki þangað sökum skorts hjá hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu. Skortur sé á hjúkrunarrýmum og vantar að byggja fleiri pláss fyrir aldraða.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira