Hugmyndir um úrbætur í samgöngumálum Reykjavíkur Ólafur Kristófersson skrifar 16. maí 2018 18:05 Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég set hér niður það helsta sem að Flokkur fólksins telur að þurfi að bæta sem fyrst, þ.e. á næsta kjörtímabili: Þrífa þarf göturnar reglulega, til að minnka svifryksmengun. Afnema þarf að strætó stöðvi aðra umferð þegar hann stoppar á biðstöð, umferðin á eftir þarf að geta haldið áfram án hindrunar, því fjöldi ökutækja í lausagangi er mengunarvaldur. Fjarlægja sem fyrst hraðahindranir með „koddum,“ nota eingöngu öldu hraðahindranir til að draga úr ökuhraða á íbúðagötum. „Koddarnir,“ eru í raun engar hraðahindranir, ökumenn sveigja á milli þeirra og fara í leiðinni oft inn á rangan götuhelming, slíkt eykur slysahættu, Öldu hraðahindranir eru nauðsynlegar á þeim götum þar sem hámarkshraði er 30 km. Nýlega kom fram að gera þarf dýrar breytingar á rafmagns strætisvögnum sem verið er að kaupa erlendis frá, svo þeir verði nothæfir í „borg Koddana.“ Setja þarf upp samræmdar og áberandi merkingar á öllum gangbrautum yfir götur. Götuljós og hljóðmerki í lagi. Gjaldskylda á negld vetrardekk, til að draga úr notkun þeirra er athugandi, og jafnvel að setja bann á þau á Höfuðborgarsvæðinu. Nagladekk (og salt) tæta upp malbikið og valda grjótkasti við framúrakstur. Góð ónegld vetrardekk duga vel í Reykjavík og nágrenni. Stórátak þarf strax í viðgerð og viðhaldi gatna, því núverandi holur og djúp hjólför draga úr öryggi og auka einnig á mengun. Velja betra efni til viðgerða en nú er notað. Víða í Reykjavík er með litlum tilkostnaði hægt að breyta götum og leggja nýjar til að hagræða umferð og dreifa henni. Dæmi.: Gata verði lögð frá Egilshöll upp á Korputorg, (dreifir umferð um hverfið). Endurskipuleggja leiðakerfi strætó, í þágu hverfanna, þar má stórbæta. Hluti af þeirri skipulagningu er að ákveða endanlega hvar heildar umferðarmiðstöðin(miðpunkturinn) fyrir höfuðborgarsvæðið verður staðsett. Allir nýir strætisvagnar sem keyptir eru, gangi fyrir rafmagni eða öðrum mengunarlitlum orkugjöfum, og þannig stefnt að vistvænum almenningssamgöngum, sem verða rækilega kynntar sem hagkvæmur ferðamáti. Kaupa smærri rafknúna strætisvagna, sem nýtast betur en stórir sem eru oft hálftómir. Fjölga þarf sérakreinum fyrir Strætó og leigubíla. Setja bann á akstur torfærubifreiða um miðborgina. Vissulega kostar þetta peninga en Reykjavík er ekki milljónaborg. Það er hægt að spara milljarða við að minnka stjórnkerfi borgarinnar um 50%.Höfundur er eftirlaunamaður og frambjóðandi á lista Flokks fólksins í Reykjavík
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar