Kjörskrá Árneshrepps samþykkt með fyrirvara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. maí 2018 19:51 Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi. Vísir/Stefán Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Kjörskráin var samþykkt og undirrituð með fyrirvara á fundi nefndarinnar í dag. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það er vitað að Þjóðskrá er með athugun á þessum mikla fjölda, það bættust 40 prósent við íbúafjöldann hérna og það er verið að fara í gegnum þau mál. Þar af leiðandi þá var það eðlilegt að við myndum gera breytingar. Vegna þess að það er nokkuð víst að þær verða einhverjar, þó að ég viti ekki hverjar.“ Eins og kom fram á Vísi í dag er lögum samkvæmt hægt er að gera breytingar á kjörskránni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. „65 minnir mig,“ svarar Eva aðspurð um það hversu margir eru á nýju kjörskránni. Í síðustu kosningum voru 43 á kjörskrá. „Það voru þrír sem að bættust inn í kjörskrá um eða eftir áramótin. En svo á tímabilinu 24. Apríl til 4. eða 5. maí þá kom restin. Það voru held ég 17 manns en fækkaði síðan um tvo, þannig að það eru 15 sem bættust við á þessum tíu dögum.“ Kjörskráin er til sýnis í kjörbúðinni að sögn Evu. Hreppsnefndin mun funda aftur um málið þegar niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Þjóðskrá Íslands hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Þjóðskrá stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi fyrr í dag. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki. Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur lagt fram kjörskrá vegna sveitastjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Kjörskráin var samþykkt og undirrituð með fyrirvara á fundi nefndarinnar í dag. Eva Sigurbjörnsdóttir sveitastjóri í Árneshreppi staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það er vitað að Þjóðskrá er með athugun á þessum mikla fjölda, það bættust 40 prósent við íbúafjöldann hérna og það er verið að fara í gegnum þau mál. Þar af leiðandi þá var það eðlilegt að við myndum gera breytingar. Vegna þess að það er nokkuð víst að þær verða einhverjar, þó að ég viti ekki hverjar.“ Eins og kom fram á Vísi í dag er lögum samkvæmt hægt er að gera breytingar á kjörskránni fram á kjördag, til dæmis ef sveitarstjórnin í Árneshreppi telur niðurstöðu Þjóðskrár kalla á það, en sveitarstjórnir fara með ákvörðunarvald varðandi leiðréttingu á kjörskrám. Niðurstaða Þjóðskrár um lögheimilisskráningarnar í Árneshreppi getur því haft áhrif á kjörskrána þó að búið sé að leggja hana fram. „65 minnir mig,“ svarar Eva aðspurð um það hversu margir eru á nýju kjörskránni. Í síðustu kosningum voru 43 á kjörskrá. „Það voru þrír sem að bættust inn í kjörskrá um eða eftir áramótin. En svo á tímabilinu 24. Apríl til 4. eða 5. maí þá kom restin. Það voru held ég 17 manns en fækkaði síðan um tvo, þannig að það eru 15 sem bættust við á þessum tíu dögum.“ Kjörskráin er til sýnis í kjörbúðinni að sögn Evu. Hreppsnefndin mun funda aftur um málið þegar niðurstaða Þjóðskrár liggur fyrir. Þjóðskrá Íslands hafði frumkvæði að því að skoða lögheimilisskráningarnar en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Þjóðskrá stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. Þetta sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár, í samtali við Vísi fyrr í dag. Aðalágreiningsmálefnið vegna kosninganna er Hvalárvirkjun og þeir sem eru fylgjandi virkjuninni vilja meina að einhverjar af lögheimilisskráningunum séu runnar undan rifjum þeirra sem séu á móti virkjuninni til þess að hafa áhrif á hvort af henni verði eða ekki.
Árneshreppur Kosningar 2018 Tengdar fréttir Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Sjá meira
Hægt að gera breytingar á kjörskrá fram á kjördag Þjóðskrá Íslands stefnir á að ljúka athugun sinni á lögheimilisskráningum fólks í Árneshrepp sem áttu sér stað um síðustu mánaðamót öðru hvoru megin við helgina, það er í lok þessarar viku eða byrjun þeirrar næstu. 16. maí 2018 15:00
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Kjörskrá verður lögð fram í Árneshreppi á morgun Ástríður Jóhannesdóttir staðgengill forstjóra Þjóðskrár útilokar ekki að athugun stofnunarinnar geti haft áhrif á kjörskrána í Árneshreppi. 15. maí 2018 17:45