Kenndu argentínskum Rússlandsförum að tala við rússneskar konur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2018 10:30 Tapia, sá stærri, er hér með Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara Argentínu. vísir/getty Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira