Kenndu argentínskum Rússlandsförum að tala við rússneskar konur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2018 10:30 Tapia, sá stærri, er hér með Jorge Sampaoli, landsliðsþjálfara Argentínu. vísir/getty Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Formaður argentínska knattspyrnusambandsins hefur þurft að biðjast afsökunar út af bæklingi sem sambandið gerði fyrir vegna væntanlegrar Rússlandsferðar. Argentínska knattspyrnusambandið var með námskeið fyrir þá sem eru að fara að vinna á HM. Á það mættu leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn og íþróttafréttamenn. Þar var talað um tungumálið, menninguna og hvernig ætti að tala við rússneskar konur. „Vertu þrifalegur, jákvæður og ekki tala við konur eins og þær séu einhverjir hlutir,“ eru meðal þeirra ráðlegginga sem voru í bæklingnum. „Rússneskar stúlkur veita þrifalegum mönnum athygli sem lykta vel. Þar sem rússneskar konur eru fallegar vilja margir bara sofa hjá þeim. Kannski vilja þær það líka en þetta er samt fólk sem vill að sér sé sýnd athygli og að þeim líði sérstökum.“ Þessi texti er algjörlega ótrúlegur en þarna var textahöfundur rétt að hitna. „Ekki spyrja heimskulegra spurninga um kynlíf. Kynlíf er mikið einkamál hjá Rússum og ekki eitthvað sem maður talar um á opinberum vettvangi,“ skrifar einhver Argentínumaður sem telur sig kunna þetta allt saman. „Rússneskar konur hata leiðinlega menn. Ef þú hefur ekki neitt skemmtilegt til þess að tala um þá nýturðu ekki augnabliksins og konan mun missa áhuga á þér. Mundu að þú ert útlendingur sem getur sagt áhugaverða hluti um þitt land eða hennar. Mundu að það er mikilvægt að leyfa henni að tjá sig líka.“ Eftir ítarlegar útskýringar á mögulegum umræðuefnum fer textahöfundur aftur að tala um hegðun gagnvart rússneskum konum. „Þú hefur þann kost fram yfir rússneska karlmenn að vera útlendingur. Eitthvað nýtt og öðruvísi. Sýndu henni að þú sért með sjálfstraust. Rússneskar konur vilja menn sem taka frumkvæðið. Ef þú hefur ekki sjálfstraust í það þarftu að æfa þig betur í að tala við konur.“ Argentínska sambandið segist vera búið að rannsaka af hverju þessar upplýsingar hafi verið að finna í bæklingnum sem það prentaði. Niðurstaðan er sú að þessar síður hafi verið prentaðar fyrir misskilning og lýsi ekki afstöðu argentínska sambandsins eða forseta þess. Forsetinn, Claudio Tapia, hefur þegar heimsótt rússneska stofnun í Buenos Aires til þess að biðjast formlega afsökunar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn
Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Íslenski boltinn